Leikur FH og KR í Pepsi-deildinni hefur verið færður til 31. ágúst en þá er landsleikjahlé í gangi.
FH-ingar hafa verið í baráttunni í deild, bikar og Evrópukeppni en þeir voru hlynntir því að leikurinn færi fram á þessum tíma þrátt fyrir að ljóst sé að Gunnar Nielsen, markvörður þeirra, geti ekki spilað leikinn.
FH-ingar hafa verið í baráttunni í deild, bikar og Evrópukeppni en þeir voru hlynntir því að leikurinn færi fram á þessum tíma þrátt fyrir að ljóst sé að Gunnar Nielsen, markvörður þeirra, geti ekki spilað leikinn.
Á sama tíma og leikur FH og KR verður í gangi mun Gunnar leika með færeyska landsliðinu gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í undankeppni HM.
„Við þurftum einhvern veginn að leysa þetta. Við töldum að það væri betra að gera þetta svona til að dreifa álaginu. Við erum ánægðir með þetta," segir Heimir en mikið leikjaálag hefur verið á FH-ingum.
Vignir Jóhannesson er varamarkvörður FH-inga og mun verja markið gegn KR. Vignir kom frá Selfossi fyrir tímabilið og hefur leikið fjóra leiki með FH í bikarnum í sumar.
FH-ingar verða án Gunnars Nielsen gegn KR 31. ágúst. #fotboltinet pic.twitter.com/4FCYkSfXfv
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 15, 2017
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir