Real Madrid gerir allt til að fá Trent fyrir HM félagsliða - Arsenal og Liverpool gætu haft efni á Isak - Mainoo á förum frá Man Utd?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   lau 15. september 2018 10:00
Egill Sigfússon
Gulli Jóns: Bið bæði lið að njóta dagsins, þetta er ógleymanleg stund
Gulli og Gummi Steinars fyrir bikarúrslitaleikinn 2006
Gulli og Gummi Steinars fyrir bikarúrslitaleikinn 2006
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Stjarnan mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld klukkan 19:15 á Laugardalsvelli.

Gunnlaugur Jónsson fyrrum leikmaður ÍA og KR og núverandi þjálfari Þróttar hefur sex sinnum tekið þátt í úrslitaleik bikarsins og spáir góðum leik í kvöld þar sem hann telur Stjörnuna örlítið líklegri til sigurs.

„Fyrst og fremst er þetta mjög athyglisverður leikur, þetta eru tvö lið sem hafa verið að spila vel og verið til alls líkleg. Fyrirfram myndi ég halda að Stjarnan væru sigurstranglegri. Undanfarið hefur gengið betur hjá þeim, það er meiri reynsla hjá Stjörnunni þegar kemur að svona stórum leikjum. Stjarnan hefur í tvígang tapað bikarúrslitaleikjum og einhverjir leikmenn sem eru þar í dag eins og Laxdal bræður sem voru með þá."

Gunnlaugur telur að Stjörnuliðið sé nokkuð öruggt en telur að þónokkur spurningamerki séu í kringum Blikaliðið þar sem miðjumenn liðsins hafa verið að glíma við meiðsli og óvissa ríkir um hver leikur við hlið Damir Muminovic í hafsentastöðunni.

„Það eru fleiri spurningamerki í kringum Blikaliðið, Gústi veit best hvernig hann stillir upp liðinu, ef hann vill reynslu er Elfar töluvert reynslumeiri en Viktor. Viktor hefur þó staðið sig virkilega vel í fjarveru Elfars svo ég er kannski ekki alveg með forsendur til að spá hvor byrji. Svo eru spurningamerki á miðjunni, Alexander hefur verið að glíma við höfuðhögg og Andri og Oliver eru búnir að vera eitthvað tæpir en bæði lið eru virkilega vel skipuð og sérstaklega ef allir þessir leikmenn eru heilir."

Gunnlaugur vill sjá fólk flykkjast á völlinn þar sem leikurinn er á laugardagskvöldi og vill sjá yfir sex þúsund manns mæta á leikinn í kvöld.

„Það er athyglisvert að leikurinn er seint á laugardagskvöldi, svo vonandi flykkist fólk á leikinn, ekki bara Blikar og Stjörnumenn. Það er langt síðan við höfum fengið sex þúsund plús á Bikarúrslitaleik svo ég vona að við fáum það núna. Bæði þessi lið eiga dygga stuðningsmenn og eru að spila skemmtilegan fótbolta svo við ættum að fá nóg af fólki á völlinn."

Gunnlaugur hefur eins og áður sagði farið sex sinnum í úrslit bikarsins og vann hann árin 1996, 2000, 2003 og 2008. Gunnlaugur segir að leikmenn verði að njóta dagsins því þetta er ógleymanleg stund.

„Ég hef upplifað ýmislegt á þessum degi, hef verið ónotaður varamaður, hef tapað leikjum, hef unnið leiki, hef unnið sem fyrirliði og tapað sem fyrirliði þannig ég bið bara bæði lið að njóta dagsins og augnabliksins. Þetta er ógleymanlegur dagur."
Athugasemdir
banner
banner
banner