Barcelona var í miklum fjárhagsvandræðum en með allskonar aðgerðum tókst liðinu að koma sér á beinu brautina og hefur styrkt liðið vel.
Liðið er á toppi spænsku deildarinnar en er þó fallið úr leik í Meistaradeildinni og keppir því í Evrópudeildinni.
Joan Laporta, forseti félagsins greinir frá því að reglur á Spáni banni Barcelona að kaupa leikmenn í janúar.
„Við ásamt öðrum liðum í deildinni erum að reyna að sannfæra LaLiga að vera opin fyrir því að leyfa okkur að finna leiðir til að styrkja liðið enn frekar," sagði Laporta.
Athugasemdir