Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 15. nóvember 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola bar vitni í máli Mendy: Hann er mjög góður drengur
Benjamin Mendy.
Benjamin Mendy.
Mynd: Getty Images
Núna eru í gangi réttarhöld í máli Benjamin Mendy, sem spilaði áður fyrr með Manchester City og franska landsliðinu.

Mendy hefur verið kærður fyrir sjö nauðganir, eitt kynferðisbrot og eina tilraun til nauðgunar gegn sex mismunandi konum.

Hann og vinur hans, hinn 41 árs gamli Louis Saha Matturie sem er einnig ákærður í málinu, neita báðir sök.

Pep Guardiola, stjóri Englandsmeistara Manchester City, bar vitni í málinu í gær. Hann var þar spurður út í Mendy og hvernig persóna hann væri.

Guardiola sagði að Mendy væri stórkostlegur leikmaður og talaði hann vel um hann sem persónu. „Hann er mjög góður drengur," sagði sá spænski og bætti við að Mendy væri mjög fyndinn. „Frá degi eitt var hann vel liðinn í búningsklefanum."

Hann sagði jafnframt að hann stjórnaði því ekki hvað leikmenn gerðu í sínu einkalífi, hann væri ekki faðir þeirra.

Réttarhöldin munu halda áfram í dag.

Sjá einnig:
Segja Mendy vera villidýr - Hafi læst konur inni og nauðgað þeim
Athugasemdir
banner
banner