Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 16. febrúar 2024 10:52
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Íslenskir dómarar á námskeiði til að öðlast VAR réttindi
Mynd: KSÍ
Átta íslenskir dómarar sóttu námskeið í London í þessari viku. Það fór fram í Stockley Park en þar er VAR miðstöð ensku úrvalsdeildarinnar.

Námskeiðið er hið fyrra tveggja sem íslenskir dómarar þurfa að sækja til að öðlast réttindi til að dæma VAR leiki á alþjóðlegum vettvangi

Námskeiðið sóttu FIFA dómararnir Helgi Mikael Jónasson og Ívar Orri Kristjánsson, Jóhann Ingi Jónsson dómari í Bestu-deildinni og FIFA aðstoðardómararnir Andri Vigfússon, Eysteinn Hrafnkelsson, Kristján Már Ólason, Ragnar Bender og Egill Guðvarður Guðlaugsson.

Fyrir eru þeir Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson með réttindi til að dæma VAR leiki á alþjóðlegum vettvangi.

Námskeiðið var haldið af PGMOL sem er fyrirtæki sem heldur utan um dómgæslu í efstu deildum karla og kvenna í Englandi, en námskeiðið sóttu einnig dómarar frá N-Írlandi, Írlandi, Wales og Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner