Real Madrid gerir allt til að fá Trent fyrir HM félagsliða - Arsenal og Liverpool gætu haft efni á Isak - Mainoo á förum frá Man Utd?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 16. september 2018 16:52
Sverrir Örn Einarsson
Óli Palli: Markmiðið var skýrt - Ná í þrjú stig
Ólafur Páll þjálfari Fjölnis
Ólafur Páll þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Fjölnir hélt sér á lífi í Pepsi deildinni í dag með gríðarlega mikilvægum sigri liðisin á Grindavík suður með sjó. Eina mark leiksins skoraði Valmir Berisha strax á fjórðu mínútu og gaf með því Fjölni líflínu en ef leikurinn hefði tapast hefði Fjölnir verið svo gott sem fallið.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  1 Fjölnir

„Þetta er undir okkur komið. Ef að við gerum það sem við getum og tökum okkar stig þá ættum við að vera í ágætis málum en fyrsta skref af þremur var núna í dag, frábær vinnusigur í Grindavík.“

Sagði Óli Palli um um mikilvægi sigurs sinna manna í dag.

Fjölnismenn hófu leikinn af miklum krafti og höfðu tögl og haldir lengst um í leiknum.

„Þeir komu að einhverju leyti á okkur en við stóðum það af okkur, við stóðum okkur frábærlega varnarlega sem sóknarlega. Við misstum aðeins dampinn á tímabili í seinni hálfleik en allir lögðust á eitt og markmiðið var skýrt. Ná í þrjú stig.“

Birnir Snær Ingason var á varamannabekk Fjölnis sem vakti nokkra athygli fréttaritara. Hver var ástæða þess?

„Hann hefur bara ekki staðið sig nógu vel upp á síðkastið þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að setja hann á bekkinn.“

Sagði Ólafur Páll en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner