Fjölnir hélt sér á lífi í Pepsi deildinni í dag með gríðarlega mikilvægum sigri liðisin á Grindavík suður með sjó. Eina mark leiksins skoraði Valmir Berisha strax á fjórðu mínútu og gaf með því Fjölni líflínu en ef leikurinn hefði tapast hefði Fjölnir verið svo gott sem fallið.
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 1 Fjölnir
„Þetta er undir okkur komið. Ef að við gerum það sem við getum og tökum okkar stig þá ættum við að vera í ágætis málum en fyrsta skref af þremur var núna í dag, frábær vinnusigur í Grindavík.“
Sagði Óli Palli um um mikilvægi sigurs sinna manna í dag.
Fjölnismenn hófu leikinn af miklum krafti og höfðu tögl og haldir lengst um í leiknum.
„Þeir komu að einhverju leyti á okkur en við stóðum það af okkur, við stóðum okkur frábærlega varnarlega sem sóknarlega. Við misstum aðeins dampinn á tímabili í seinni hálfleik en allir lögðust á eitt og markmiðið var skýrt. Ná í þrjú stig.“
Birnir Snær Ingason var á varamannabekk Fjölnis sem vakti nokkra athygli fréttaritara. Hver var ástæða þess?
„Hann hefur bara ekki staðið sig nógu vel upp á síðkastið þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að setja hann á bekkinn.“
Sagði Ólafur Páll en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir