Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. nóvember 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiga saman æðislega stund þegar horft er á Nökkva spila - „Fyrst og fremst stoltur"
Tvíburarnir frá Dalvík.
Tvíburarnir frá Dalvík.
Mynd: dalviksport.is
,Maður veit allavega að það er hægt, og það er mjög þunn lína sem skilur á milli
,Maður veit allavega að það er hægt, og það er mjög þunn lína sem skilur á milli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Mar Þórisson, leikmaður KA, ræddi við Fótbolta.net á dögunum. Hann var í viðtalinu spurður út í tvíburabróður sinn Nökkva Þey Þórisson og mögulega atvinnumennsku sína í framtíðinni.

Sjá einnig:
Fékk gott spark í rassinn á lærdómsríku tímabili - „Ótrúlega góð viðurkenning"
Fjölskylduboðin voru þung - „Pabbi orðinn meiri KA maður en Þórsari"

Nökkvi var keyptur til belgíska félagsins Beerschot frá KA í september. Hvernig hefur verið að fylgjast með honum síðustu mánuði?

„Þessi klúbbur er mjög flottur, flott umhverfi og flottur leikvangur, það eru miklir og dyggir aðdáendur. Það er skrítin tilfinning að sitja heima og öskra á sjónvarpaði - sjá hann einhvers staðar í Belgíu vera að spila. Maður er fyrst og fremst stoltur," sagði Þorri.

Nær fjölskyldan að horfa öll saman á leikina hjá Nökkva?

„Já, amma og afi keyptu áskrift og það er fjölskylduboð sem kemur og horfir á leikina heima. Það er æðisleg stund sem við eigum þar. Já, það er gaman... eða nei, því mér finnst þeir ekki vera búnir að spila nógu vel. En hann er búinn að vera spila alla leikina og þá er ég ánægður. Ég vil fá betri frammistöðu og vonandi kemur það bráðum."

Kitlar það þig ennþá meira að komast út í atvinnumennsku að sjá hann spila erlendis?

„Maður veit allavega að það er hægt, og það er mjög þunn lína sem skilur á milli. Þetta hvetur mann bara að setja meiri vinnu í þetta. Ég er alltaf með markmið, þau geta breyst og allt það. Út eftir næsta tímabil? Á maður ekki bara að segja já, stefnan er sett á það," sagði Þorri.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Eftir að viðtalið var tekið skoraði Nökkvi í góðum sigri gegn Virton. Beerschot er í 5. sæti B-deildarinnar í Belgíu.
Fékk gott spark í rassinn á lærdómsríku tímabili - „Ótrúlega góð viðurkenning"
Athugasemdir
banner
banner
banner