Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. nóvember 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gary Cahill leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Gary Cahill, fyrrum leikmaður enska landsliðsins og Chelsea, hefur lagt skóna á hilluna. Cahill er 36 ára og vann átta stóra titla á tíma sínum á Stamford Bridge.

Hann vann ensku úrvalsdeildina tvisvar, enska bikarinn tvisvar, Meistaradeildina einu sinni, Evrópudeildina tvisvar og deildabikarinn einu sinni.

Cahill hóf ferilinn hjá Aston Villa og lék einnig með Bolton, Crystal Palace og Bournemouth. Þá lék hann 61 landsleik, spilaði á þremur stórmótum og var fyrirliði liðsins í fimm leikjum.

Cahill hefur verið samningslaus frá því samningur hans við Bournemouth rann út síðasta sumar.

„Ég afrekaði hluti sem mig dreymdi einu sinnu um, bjó til nokkrar stórkostlegar minningar. Fótbolti er leikur sem hefur gefið mér svo mikla ánægju og velgengni og þegar ég tek þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna þá get ég í hreinskilni sagt að ég gaf allt mitt í íþróttina," sagði Cahill m.a. þegar hann opinberaði ákvörðun sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner