Robert Lewandowski hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik með Barcelona gegn Osasuna í síðustu viku.
Lewandowski fékk tvö gul spjöld í leiknum og var seinna spjaldið fyrir olnbogaskot í andlit David Garcia. Bannið fær Lewandowski vegna látbragðs í kjölfar rauða spjaldsins.
Lewandowski fékk tvö gul spjöld í leiknum og var seinna spjaldið fyrir olnbogaskot í andlit David Garcia. Bannið fær Lewandowski vegna látbragðs í kjölfar rauða spjaldsins.
Lewandowski missir því af næstu þremur leikjum Barcelona í deildinni. Þetta er annað rauða spjaldið sem sá pólski fær á ferlinum. Hann missir af leikjum gegn Espanyol, Atletico og Getafe. Nú er hann hins vegar með pólska landsliðinu að undirbúa sig fyrir HM.
Gerard Pique fær þá fjögurra leikja bann fyrir niðrandi ummæli í garð dómarans. Pique hefur lagt skóna á hilluna og hefur því bannið ekki mikil áhrfi á hann. Lokatölur leiksins urðu 2-1, Barcelona í vil.
Athugasemdir