Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. nóvember 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo leit aldrei á Rangnick sem stjórann: Fáránleg ráðning
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo var fenginn til Manchester United í fyrrasumar þegar Ole Gunnar Solskjær var enn við stjórnvölinn. Þegar Solskjær var svo rekinn í nóvember tók Ralf Rangnick við af honum.


Þetta fór ekki vel í Ronaldo sem segist aldrei hafa litið á Rangnick sem stjórann.

„Ég hef alltaf kallað aðalþjálfarann hjá því félagsliði sem ég er hjá hverju sinni 'stjórann' en með Rangnick þá leit ég aldrei á hann sem stjórann. Við vorum alla tíð ósammála um ákveðna hluti. Ralf og starfsteymi hans vissu ekki hvað þeir voru að gera hérna," sagði Ronaldo.

„Þegar félagið rak Ole Solskjær átti það að ráða inn topp þjálfara, ekki yfirmann íþróttamála. Ef ég á að tala hreint út þá var þetta fáránleg ráðning. Hvernig ætlarðu að vera stjórinn hjá Manchester United ef þú ert ekki einu sinni fótboltaþjálfari? Stjórnin gerði mistök að fara ekki sömu leið og Liverpool eða Manchester City.

„Stjórn Man Utd er alltaf nokkrum skrefum eftirá. Það ætti að laga til í stjórninni og skipta út stjórnendateyminu og forsetunum. Ég veit ekki nákvæmlega hvað vandamálið er þarna."

Ronaldo var ekki sáttur þegar Solskjær var rekinn og hefur miklar mætur á Norðmanninum goðsagnakennda.

„Ég elska Solskjær. Hann er topp manneskja með alvöru hjarta úr gulli. Það er erfitt að reyna að feta í fótspor Sir Alex Ferguson en hann stóð sig vel, það er klárt mál. Hann þurfti miklu meiri tíma með þetta lið en ég hef engar efasemdir um að hann muni vera frábær þjálfari í framtíðinni.

„Það var frábær reynsla að starfa undir hans stjórn. Ég er mjög ánægður að hafa notið þeirra forréttinda þó það hafi aðeins verið í stuttan tíma."

Sjá einnig:
Ronaldo: Ungu leikmennirnir hlusta ekki á mig
Ronaldo var næstum farinn til Man City í fyrrasumar


Athugasemdir
banner
banner