Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 19. nóvember 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Grealish skemmti sér konunglega - „Kameldýrið var risastórt"
Jack Grealish
Jack Grealish
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish er að skemmta sér vel í Katar en hann ræddi við talkSport og sagði frá því hvernig þetta væri til þessa.

Grealish er að fara á annað stórmótið á ferlinum en hann var einnig í hópnum sem fór í úrslitaleik Evrópumótsins á síðasta ári.

Nú er hann að fara á stærsta mót veraldar og var því slegið á þráðinn til hans til að fara yfir móttökurnar.

„Við fengum allir blóm. Ég er ekki enn búinn að setja þau í vasa,“ sagði Grealish við talkSPORT.

Hópurinn fór og skoðaði dýraríkið í Katar en hann lýsti því líka fyrir miðlinum.

„Það var kameldýr og svona þarna. Ég fór á bak á kameldýrinu og svo var fugl þarna. Ég veit ekki hvaða fuglategund þetta var.“

„Kameldýrið stóð upp og ég var svo hátt uppi. Ég var hræddur, en þegar ég ákvað að setjast á það þá bjóst ég ekki við að það myndi rísa svona hátt upp því ég áttaði mig ekki á hversu stórt það er en það var rosalega stórt,“
sagði Grealish.

Þegar leikmenn mættu inn í herbergin var Gareth Southgate, þjálfari landsliðsins og þjálfaralið hans búið að sjá til þess að allt væri fremur heimilislegt á hótelinu.

„Það eru þessir hlutir sem eru svo góðir. Litlu hlutirnir eru þýðingamiklir fyrir okkur. Það eru myndarammar í herbergjunum af fjölskyldum okkar og það gerir þetta heimilislegt.“

„Ég held að fjölskyldurna hafi fyllt út einhverjar spurningar eins og með raksápu og þau hafa verið beðin um að senda myndir og svona hluti, þannig þegar við komum inn í herbergin þá voru allir þessir litlu hlutir þarna til að gera þetta heimilislegt,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner