banner
   lau 19. nóvember 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Hvar eru ráðgjafarnir hans Ronaldo?"
Mynd: EPA
Nicklas Bendtner
Nicklas Bendtner
Mynd: Getty Images
Fyrrum fótboltamaðurinn, Nicklas Bendtner, hefur lagt orð í belg um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í hjá breska sjónvarpsmanninum Piers Morgan.

Ronaldo gagnrýndi Erik ten Hag, Manchester United, eigendur félagsins og fyrrum liðsfélaga meðal annars en það liggur ljóst fyrir að hann verður látinn fara á allra næstu dögum.

United er að vinna í því að rifta samningnum samkvæmt ensku miðlunum og fá finna þær vísbendingar einnig í yfirlýsingu félagsins

Bendtner, fyrrum leikmaður Arsenal og Juventus, ákvað að ræða þetta mál aðeins í hlaðvarpsþættinum Stolpe ind með Peter Falktoft

„Þetta er svo undarleg tímasetning og líka miðað við allt sem Manchester United hefur gert fyrir hann. Við erum að tala um mann sem er algjörlega frábær. Mér þykir það leitt hvernig hann hefur brugðist við þessu öllu saman og skrítið,“ sagði Bendtner.

„Ekki gera þetta, að biðja Piers Morgan um viðtal. Allt sem maður af þessari stærðargráðu hefur farið í gegnum og það sem Man Utd hefur gert fyrir hann. Hvar eru ráðgjafarnir? Hann hlýtur að vera með svona hundrað ráðgjafa býst ég við. Þeir verða að segja stopp og segja að það sé engin þörf á að segja þetta,“ sagði Bendtner enn fremur.

- Where are his advisors, so he must have 100, we must assume. But then say: "Leave it there, there's no reason for that", says Bendtner.
Athugasemdir
banner
banner