Færeyski framherjinn Patrik Johannesen er að ganga í raðir Breiðabliks frá Keflavík fyrir ellefu milljónir íslenskra króna en þetta herma heimildir Dr. Football í dag.
Patrik, sem er 27 ára gamall, kom til Keflavíkur frá norska félaginu Egersund fyrir tímabilið og sló strax í gegn.
Hann skoraði 12 mörk og lagði upp tvö í Bestu deild karla í sumar og var með bestu mönnum mótsins en hann átti risastóran þátt í góðum árangri liðsins í deildinni.
Færeyingurinn er nú að ganga í raðir Breiðabliks frá Keflavík en talið er að Blikar borgi metfé fyrir leikmanninn eða ellefu milljónir íslenskra króna.
Þetta er þriðji leikmaðurinn sem Blikar næla í eftir tímabilið en Eyþór Aron Wöhler kom frá ÍA og þá var Alex Freyr Elísson fenginn frá Fram.
Breiðablik vann Bestu deildina sannfærandi í síðasta mánuði eða með tíu stiga mun.
🇫🇴Patrik Johannesen er á leið til Breiðabliks frá Keflavík fyrir metfé. Kaupverðið er samkvæmt okkar heimildum 11 milljónir. pic.twitter.com/ShYri4pH4j
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) November 19, 2022
Athugasemdir