Lettland og Ísland eigast nú við í úrslitaleik Baltic-Cup en leikurinn er spilaður í Riga. Heimamenn eru manni færri eftir að Raimonds Krollis fékk að líta rauða spjaldið eftir tæpan hálftíma.
Lestu um leikinn: Lettland 8 - 9 Ísland
Brotið átti sér stað á 27. mínútu leiksins en Krollis keyrði þá aftan í Daníel Leó Grétarsson sem datt í grasið.
Krollis virtist stíga á Daníel í brotinu en þó af endursýningu að dæma algjört óviljaverk.
Dómari leiksins var ekki lengi að rífa upp rauða spjaldið og senda Krollis í sturtu. Íslenska liðið kvartar ekki yfir þessu og eykur nú líkurnar á að vinna bikar en hægt er að sjá rauða spjaldið hér fyrir neðan.
Síðari hálfleikur var að hefjast en staðan er markalaus.
Sjáðu rauða spjaldið hér
Athugasemdir