Nökkvi Þeyr Þórisson og félagar hans í Beerschot unnu þriðja deildarleikinn í röð er liðið lagði varalið Club Brugge, 1-0, í belgísku B-deildinni í dag.
Nökkvi, sem kom frá KA í sumar, hefur þegar fest sæti sitt í byrjunarliði Beerschot og gengur allt í blóma þar.
Liðið vann 1-0 sigur á varaliði Club Brugge í kvöld og hefur liðið því unnið síðustu þrjá í deildinni.
Nökkvi lék allan leikinn í liði Beerschot í dag en það situr í 3. sæti B-deildarinnar með 26 stig.
Beerschot er aðeins einu stigi á eftir toppliði Beveren þegar þrettán umferðir eru búnar.
Athugasemdir