„Mér líður mjög vel. Þetta var mikill pingpong leikur einhverneigin. Í fyrri hálfleik þá náum við að halda vel í boltann en síðan í seinni hálfleik þá héldu þeir meira í boltann á meðan við vorum að beita skyndisóknum og náðum að uppskera góðan sigur."
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 0 Fylkir
Stjörnumenn misstu Brynjar Gauta Guðjónsson útaf og riðlaðist aðeins leikur Stjörnumanna eftir það.
„Þegar hann fer útaf þá þurftum við aðeins að aðlagast en síðan komum við inn í seinni hálfleikinn þá voru þeir meira að halda í boltann og við að beita skyndisóknum sem gékk þokkalega í dag."
Emil Atlason skoraði annað markið með frábæru skoti fyrir utan teig eftir frábæran undirbúning frá Eggerti Aroni (Guðmundssyni).
„Eggert fann mig og ég hafði nóg pláss og hann lá vel fyrir mér og ég næ að hitta hann svona vel, þetta var bara æðislegt."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir