Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, leikmaður Breiðabliks, var maður leiksins í stórleik tíundu umferðar í Bestu deild kvenna og hún er leikmaður umferðarinnar.
Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Val í stórleik og skellti sér þar með á topp Bestu deildarinnar. Bæði lið eru með 20 stig.
Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Val í stórleik og skellti sér þar með á topp Bestu deildarinnar. Bæði lið eru með 20 stig.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 10. umferðar - Feðgin í liðinu
„Bergþóra var valin maður leiksins á vellinum og ég ætla bara að fá að vera sammála því. Þvílík barátta í henni á miðjunni og skilaði svo sannarlega sínu," skrifaði Elíza Gígja Ómarsdóttir í skýrslu sinni frá leiknum.
Bergþóra, sem er fædd árið 2003, er uppalin í Breiðabliki og hefur verið að stíga vel upp með liðinu upp á síðkastið. Hún hefur komið við sögu í öllum leikjum Breiðabliks á tímabilinu og spilað vel.
Næsti leikur Breiðabliks er gegn Tindastóli á Kópavogsvelli næsta þriðjudag.
Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
8. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
9. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir