Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mán 28. ágúst 2017 10:46
Magnús Már Einarsson
Flösku hent í Kassim í Garðabæ - Varð fyrir kynþáttafordómum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stuðningsmaður Stjörnunnar henti flösku í Kassim Doumbia, varnarmann FH, eftir leik liðanna í Garðabæ í gærkvöldi. Mikil læti voru inni á vellinum eftir leikinn í gær og þrjú rauð spjöld fóru á loft.

„Flaskan fór í andlitið og öxlina á mér. Ég vildi ná í flöskuna og henda henni aftur upp í stúku en ég gerði það ekki. Ég sá ekki þegar flaskan kom í áttina að mér," sagði Kassim við Fótbolta.net í dag.

Kassim segir að stuðningsmenn Stjörnunnar hafi einnig verið með kynþáttafordóma í leiknum.

„Ég skil íslensku ekki vel en allan leikinn voru þeir að öskra á mig eitthvað kjaftæði. Það voru kynþáttafordómar," sagði Kassim.

Kassim segist ekki hafa tekið þátt í látunum sem voru hjá leikmönnum og starfsliðum liðanna inni á velli eftir leik.

„Ég er auðvitað óánægður með þetta. Ég fer á völlinn til að spila fótbolta en ekki til að slást. Ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda að fá flöskuna í mig. Ég spilaði bara leikinn og labbaði síðan í burtu. Ég verðskuldaði ekki að fá flöskuna í mig út af þessu," sagði Kassim.

Sjá einnig:
Læti eftir leik í Garðabæ - Þrjú rauð spjöld
Myndir: Allt sauð upp úr í Garðabænum
Davíð Þór um lætin: Pétur átti að hafa tekið harkalega í Brynjar Björn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner