![Lengjudeildin](/images/leng_150x150.png)
Kristján Atli er miðjumaður Þórs, gekk í raðir félagsins í vetur eftir að hafa spilað með Aftureldingu og Kórdrengjum undanfarin ár.
Hann er uppalinn hjá HK og á alls að baki 172 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað ellefu mörk. Hann sýnir í dag á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 8. sæti
Hann er uppalinn hjá HK og á alls að baki 172 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað ellefu mörk. Hann sýnir í dag á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 8. sæti
Fullt nafn: Kristján Atli Marteinsson
Gælunafn: KAM, Kamari, Stjáni
Aldur: 26 ára
Hjúskaparstaða: einhleypur
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2012 með HK
Uppáhalds drykkur: sykurlaust Appelsín
Uppáhalds matsölustaður: hef séð marga ljúga í þessari spurningu og nefna einhverja hollustu matsölustaði, ég ætla að hlusta á hjarta mitt og segja KFC
Hvernig bíl áttu: vel beyglaðan Kia Picanto sem kann að suffera á götum bæjarins
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: allt íslenskt grín eins og Fóstbræður, Svínasúpan og allt í þeim dúr. Klovn fær líka shoutout.
Uppáhalds tónlistarmaður: Oasis eru mínir menn
Uppáhalds hlaðvarp: HæHæ, Beint í Bílinn, Tvíhöfði og Steve Dagskrá
Fyndnasti Íslendingurinn: Jón Gnarr og Sveppi.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: eitthvað rugl sem ég nenni ekki að skrifa
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: öllum liðum í víðum treyjum, hafa þetta slim fit takk
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: enginn einn sem mér dettur í hug í augnablikinu, hef mætt mörgum frábærum
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: margir frábærir sem ég hef haft og væri til í að nefna. En fyrst ég er genginn til liðs við Þór þá þori ég ekki að segja annað en Láki.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: það verður að vera hinn einbeitti og ákveðni bakvörður Gróttumanna, Gabríel Hrannar Eyjólfsson. Magnaður andskoti
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: þær voru margar. Kaka, Messi og Robben koma fljótt upp í huga
Sætasti sigurinn: margir sem koma til greina
Mestu vonbrigðin: að Óliver Dagur Thorlacius geti ekki drullað sér í stand
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: klárlega Elvar Ingi Vignisson, 110 kg target senterar eins og Elli fá mig til að kikna í hnjánum
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: klárlega Eyþór Wöhler, hress og skemmtilegur senter í flottu standi sem hefur gert það að leik sínum að ógna sífellt með hraða sínum og krafti
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: klárlega Daði Arnarsson leikmaður Úlfana þegar hann klæðir sig upp fyrir tilefni, ofboðslega virðulegur!
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: þetta er stórkostleg spurning en ég er ekki klár á því
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Leo litli Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: klárlega Alexander Már Þorláksson, engin spurning
Uppáhalds staður á Íslandi: Keflavíkurflugvöllur þegar ég er að fara til útlanda í einhverja vitleysu
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: þegar eg var að spila með Kórdrengjum á móti mínum gömlu félögum í Aftureldingu og öskraði alveg óvart "áfram með okkur Afturelding!" Það var ekki vinsælt
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: mjög takmarkað
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Puma í augnablikinu
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Náttúrufræðin var sýnd veiði en alls ekki gefin
Vandræðalegasta augnablik: úff svo mörg
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: var að spá í að velja einhverja sprelligosa en ætla fara í meiri aga. Indriði Áki kæmi með til að halda öllu í röð og reglu og svo kæmi Daði Arnarsson senter hjá Úlfunum með til að halda yfirvegun. Einnig tæki eg með Óliver Dag Thorlacius því hann er svo ofboðslega þolinmóður.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég er gjaldgengur með kanadíska landsliðinu, verst bara hvað ég er ofboðslega langt frá því að vera nægilega góður í fótbolta fyrir þá
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Alexander Már Þorláksson og hvað hann bullar mikið.
Hverju laugstu síðast: að ég væri hrikalega ferskur eftir næturvakt í vinnunni
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: myndi spyrja Adam Sandler að því hvernig tilfinningin væri að vera ástsælasti leikari sögunnar
Athugasemdir