Sex leikmenn eru að renna út á samningi hjá Everton næsta sumar. Liverpool Echo vekur athygli á þessu og er velt því upp hverjir af þessum sex eiga framtíð á Goodison Park. Gylfi Þór Sigurðsson er einn þessara leikmanna.
1. janúar mega þessir leikmenn ræða við erlend félög og semja við þau fyrir næsta tímabil.
1. janúar mega þessir leikmenn ræða við erlend félög og semja við þau fyrir næsta tímabil.
Þrír þessara leikmanna komu á frjálsri sölu en hinir kostuðu samtals ríflega 80 milljónir punda.
Leikmennirnir eru þeir Asmir Begovic (34, markvörður), Fabian Delph (32, miðvörður), Jonjoe Kenny (24, varnarmaður), Gylfi Þór Sigurðsson (32, miðjumaður), Andy Lonergan (38, markvörður) og Cenk Tosun (30, sóknarmaður).
Liverpool Echo segir að líklegast að allir nema markverðirnir verði látnir fara.
Um Gylfa er skrifað:
Íslenski landsliðsmaðurinn kostaði metfé, 45 milljónir punda, þegar hann kom frá Swansea árið 2017. Hann hefur spilað 156 leiki fyrir félagið og skorað 31 mark. Líklegast er að hann fari - Sigurðsson hefur ekki spilað á tímabilinu og var ekki skráður í hópinn í úrvalsdeildinni.
Gylfi var handtekinn í júlí á þessu ári grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi en var sleppt gegn tryggingu í kjölfarið.
Athugasemdir