20. umferð Lengjudeildarinnar, þiðja síðasta umferðin, hefst í dag með tveimur leikjum. Það er mikil spenna um hvaða lið fer beint upp, hvaða lið fara í úrslitakeppnina og hvaða lið fellur með Ægi.
Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolti.net og einn af sérfræðingum Innkastsins, spáir í leiki umferðarinnar.
Viðar Ari Jónsson, verðandi leikmaður HamKam spáði í leiki síðustu umferðar og var með þrjá rétta og þarf af einn hárréttan. Neðst í fréttinni má hlusta á aukaþátt af Innkastinu þar sem farið var vel yfir Lengjudeildina.
Svona spáir Sölvi leikjunum:
Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolti.net og einn af sérfræðingum Innkastsins, spáir í leiki umferðarinnar.
Viðar Ari Jónsson, verðandi leikmaður HamKam spáði í leiki síðustu umferðar og var með þrjá rétta og þarf af einn hárréttan. Neðst í fréttinni má hlusta á aukaþátt af Innkastinu þar sem farið var vel yfir Lengjudeildina.
Svona spáir Sölvi leikjunum:
Fjölnir 3 - 2 Afturelding (í dag 17:30)
Líklega leikur umferðarinnar. Seinasti leikur þessara liða mun seint gleymast en ég held að við fáum svipaða veislu í kvöld. Afturelding mun komast yfir í 2-0 í hálfleik. Fjölnisliðið mun samt sýna mikinn karakter og koma til baka í 2-2 með mörkum frá Mána Austmann og Júlíusi Mar. Eftir mikinn hasar og lélega færanýtingu í seinni hálfleik mun Reynir brósi dúkka upp og setja winnerinn. Eigum við ekki bara að segja á svona 90+6, beint úr aukaspyrnu. Síðan fáum við eitthvað stórbrotið viðtal við Úlla að leik loknum. Amen.
Þróttur 1 - 3 Grindavík (í dag 17:30)
Ég verð að textalýsa þessum leik og ég á von á hörkuleik. Mikið undir hjá báðum liðum en ég held að Grindavík klári þetta. Búnir að vera stórkostlegir eftir að Brynjar tók við fyrir utan Fjölnisleikinn. Þeir settu sjö í grillið á Ægi í seinasta leik en skora bara þrjú í dag. Óskar Örn setur tvö í fyrri hálfleik, annað úr víti en hitt beint úr aukaspyrnu. Jorgen Pettersen, eða norski prinsinn eins og ég kalla hann stundum, skorar auðvitað líka, snemma í seinni hálfleik. Eftir mikla nauðvörn í seinni hálfleik hjá Grindvíkingum mætir Dagur Austmann og klárar leikinn með stæl.
Selfoss 2 - 1 Grótta (á morgun 17:30)
Ertu ekki að grínast hvað þessi lið eru köld. Tvö köldustu liðin í deildinni að mætast. Grótta án sigurs í 8 leikjum og Selfyssingar án sigurs í 5 leikjum. Þetta slæma skrið sem þeir eru á byrjaði auðvitað eftir að Pétur meiddist og þeir lánuðu Ívan Óla heim í ÍR. Býst við alvöru bardaga en held samt að Selfyssingarnir klári þetta á endanum. Þeir komast yfir í 2-0 á 20. mínútu með marki úr víti frá Gaz og alvöru sleggju frá Gumma Tyrfings. Stórvinur minn Chris Brazell fer samt ekki inn í leiki án þess að skora og Tommi Joh dúkkar upp með sín rugluðu einstaklingsgæði. En það verður bara alltof seint. Stuðningsmenn Gróttu geta byrjað að svitna ef þessi faglega spá rætist.
Þór 0 - 2 ÍA (laugardag 14:00)
Þórsararnir allt í einu byrjaðir að tapa á heimavelli. Held samt að þetta sé bara það mikilvægur leikur fyrir Skagann að þeir munu aldrei misstiga sig í þessum leik. Jón Þór og Halli Hróðmars henda í eitthvað taktískt meistaraverk sem endar með því að Viktor Jónsson skorar tvö mörk fleygir Skaganum á toppinn um helgina. Steinar leggur upp bæði mörkin.
Njarðvík 2 - 1 Leiknir (laugardag 14:00)
Vona auðvitað að mínir fellow Breiðhyltingar taki þetta en ef það er rétt að þessi leikur verður spilaður utandyra held ég Njarðvíkingarnir taki þetta. Á von á því að Leiknir nái forystunni með fáránlegu marki frá Róberti Quental í upphafi leiks. Hann tekur skotið af 30 metrunum sem fer í samskeytin en vindurinn hjálpar honum að skora. Rafael Victor setur síðan sín tvö mörk. Mörkin koma á 87. mínútu og 96. mínútu. Alex Bergmann, skemmtilegasti hafsent deildarinnar, leggur bæði mörkin upp.
Ægir 1 - 4 Vestri (laugardag 15:00)
Innileikur. Fáránlega vel gert hjá Vestra að leigja Kórinn fyrir Ægi svo leikurinn verði spilaður við bestu aðstæður. Hefði líklega spáð jafntefli ef leikurinn hefði verið spilaður í Höfninni en Vestramenn taka þetta með yfirburðum. Baddi verður á inniskónum á hliðarlínunni að fylgjast með gangi mála í ÍR-D/R á meðan leik stendur. Vestramenn halda þó ekki hreinu því Aron Fannar Hreinsson spilar ekki fótboltaleiki án þess að skora og setur eitt rosalegt mark með skoti af löngu færi í restina. Fagnar væntanlega með því að rífa sig úr að ofan og fær seinna gula spjaldið sitt fyrir vikið og þar með rautt.
Fyrri spámenn:
Björn Axel Guðjónsson (5 réttir)
Arnþór Ari Atlason (4 réttir)
Eggert Aron Guðmundsson (4 réttir)
Viðar Ari Jónsson (3 réttir)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (3 réttir)
Þráinn Orri Jónsson (3 réttir)
Gunnar Birgisson (3 rétt)
Nablinn (2 réttir)
Benóný Breki (2 réttir)
Gunnar Þorsteinsson (2 réttir)
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Sævar Atli Magnússon (2 réttir)
Kristófer Páll Viðarsson (1 réttur)
Aron Jóhannsson (1 réttur)
Kjartan Kári Halldórsson (0 réttir)
Hrannar Björn Steingrímsson (0 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir