Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   lau 05. september 2015 18:17
Þórir Karlsson
Brynjar Gests: Lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð
Brynjar Gestsson þjálfari Fjarðarbyggðar.
Brynjar Gestsson þjálfari Fjarðarbyggðar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
BÍ/Bolungarvík og Fjarðarbyggð mættust á Torfnesvelli á Ísafirði í dag, þar sem liðin gerðu jafntefli 2-2. Gestirnir lentu 2-0 undir í fyrri hálfleik, en náðu að jafna metin í þeim seinni

Fótbolti.net fékk Brynjar Gestsson þjálfara liðsins í viðtal eftir leikinn.

„Já miðað við fyrri hálfleikinn hjá okkur, 2-0 undir í hálfleik og við komum, hvenær mættum við til leiks? 54 mínútu sirka, 55 en fram að því þá vorum við náttúrulega bara eins og, ég veit það ekki, einhverjir jólajeppar hérna, mættum hérna voðalegir töffarar og ætluðum að gera eitthvað að viti, fylgja síðasta leik, en við vorum svo sannarlega ekki á leiðinni að gera nokkurn skapaðan hlut, lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð hjá Fjarðarbyggð síðan ég byrjaði.“ Sagði Brynjar er hann var spurður hvort hann væri sáttur.

Er Brynjar var spurður hvort þetta hefði einfaldlega bara verið vanmat hafði hann eftirfarnandi að segja:

„Nei, þú veist við getum ekki vanmetið þá hvernig sem taflan segir. Ég meina við spiluðum við þá í fyrri umferðinni og þeir voru mjög góðir þá og þetta er vel spilandi lið, hættuelgir, náttúrulega með góða leikmenn innanborðs og nei nei, við vanmátum þá alls ekki, eða allavega ef það hefur verið einhver sem hefur gert það innan liðsins hjá okkur getur hann bara farið í eitthvað annað lið.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner