„Það er frábært að vera á Íslandi aftur. Ég hef hlakkað til að koma aftur til Íslands og þetta er stórt fyrir mig og fjölskyldu mína," sagði Mikael Neville Anderson við Fótbolta.net á æfingu íslenska U21 árs landsliðsins á föstudag.
Mikael verður í eldlínunni með U21 árs landsliðinu gegn Albaníu í undankeppni EM á morgun. Mikael hefur búið í Danmörku frá 11 ára aldri og hann á að baki leiki með U18 og U19 ára landsliðum Dana.
Móðir Mikael er frá Íslandi en faðir hans er frá Jamaíka. Hann hefur nú ákveðið að spila frekar með íslenska U21 árs landsliðinu heldur en því danska. Hvað sögðu Danirnir um þá ákvörðun?
Mikael verður í eldlínunni með U21 árs landsliðinu gegn Albaníu í undankeppni EM á morgun. Mikael hefur búið í Danmörku frá 11 ára aldri og hann á að baki leiki með U18 og U19 ára landsliðum Dana.
Móðir Mikael er frá Íslandi en faðir hans er frá Jamaíka. Hann hefur nú ákveðið að spila frekar með íslenska U21 árs landsliðinu heldur en því danska. Hvað sögðu Danirnir um þá ákvörðun?
„Þeir voru ekki ánægðir með það. Þeir vissu samt að ég vildi spila fyrir Ísland því ég fjölskyldu frá Íslandi. Þetta var erfitt val en ég valdi Ísland af því að fjölskyldan er héðan."
Mikael er á mála hjá FC Midtjylland en hann spilaði sína fyrstu leiki í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
„Ég var búinn að bíða lengi eftir því. Núna er ég að fara á láni í Vendsyssel í 1. deildinni til að spila meira og fá meiri reynslu. Síðan kem ég til baka í FC Midtjylland og þá þarf ég að spila meira."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir