Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mið 04. maí 2022 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kominn heim til Grindavíkur - „Gott að vera þar í rokinu"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Sport.is
„Við erum fullir tilhlökkunar, ég sjálfur og liðið mitt. Það er ótrúlega gaman að þessi vika sé að renna upp," sagði Alfreð Elías Jóhannsson sem tók við þjálfun Grindavíkur í vetur.

„Það eru nokkurn veginn allir klárir, smá hnjask hér og þar. Nei, ég myndi ekki segja að ég væri búinn að loka leikmannahópnum. Maður er alltaf að skoða, ef eitthvað kemur upp þá er maður alltaf tilbúinn að skoða það en þetta þurfa að vera góðir leikmenn sem kæmu inn," sagði Alfreð.

Grindavík er spáð sjöunda sætinu í Lengjudeildinni í sumar í spá Fótbolta.net.

Sjá einnig:
7. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina: Grindavík

Hvernig kom til að þú tókst við sem þjálfari Grindavíkur?

„Ég sagði upp á Selfossi eftir fimm góð ár þar. Ég ákvað að breyta til og sjá hvað myndi bjóðast."

„Blessunarlega bauðst mér starf í mínum gamla heimabæ og það þurfti ekkert mikið að sannfæra mig um það. Ég kann mjög vel við mig í Grindavík, gott að vera þar í rokinu og manni líður best heima hjá sér."


Teluru að Grindavík geti gert tilkall til þess að fara upp úr deildinni?

„Já, eins og ég hef sagt við alla þá getum við klárlega unnið öll lið en við getum klárlega tapað gegn öllum liðum. Við þurfum að hugsa dálítið um okkur, stabílísera okkur sem lið og sem hópur og vinna í okkar gildum. Þá eru allir vegir færir."

Liðið fékk fimm sinnum í 22 leikjum á sig mark í uppbótartíma og missti vegna þeirra af sex stigum.

Hvert er markmiðið í sumar?

„Markmiðið er að vinna í okkar leikstíl og í okkar gildum. Við erum með þau alveg á hreinu, hvernig við viljum við gera hlutina. Það er bara best fyrir okkur að hugsa bara um rassgatið á okkur, hvernig við ætlum að gera hlutina."

„Við erum okkar verstu óvinir, við erum með mjög góða einstaklinga innan liðsins en til þess að vinna þá þurfum við að vinna sem lið en ekki sem einstaklingar,"
sagði Alfreð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner