Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mið 04. maí 2022 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kominn heim til Grindavíkur - „Gott að vera þar í rokinu"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Sport.is
„Við erum fullir tilhlökkunar, ég sjálfur og liðið mitt. Það er ótrúlega gaman að þessi vika sé að renna upp," sagði Alfreð Elías Jóhannsson sem tók við þjálfun Grindavíkur í vetur.

„Það eru nokkurn veginn allir klárir, smá hnjask hér og þar. Nei, ég myndi ekki segja að ég væri búinn að loka leikmannahópnum. Maður er alltaf að skoða, ef eitthvað kemur upp þá er maður alltaf tilbúinn að skoða það en þetta þurfa að vera góðir leikmenn sem kæmu inn," sagði Alfreð.

Grindavík er spáð sjöunda sætinu í Lengjudeildinni í sumar í spá Fótbolta.net.

Sjá einnig:
7. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina: Grindavík

Hvernig kom til að þú tókst við sem þjálfari Grindavíkur?

„Ég sagði upp á Selfossi eftir fimm góð ár þar. Ég ákvað að breyta til og sjá hvað myndi bjóðast."

„Blessunarlega bauðst mér starf í mínum gamla heimabæ og það þurfti ekkert mikið að sannfæra mig um það. Ég kann mjög vel við mig í Grindavík, gott að vera þar í rokinu og manni líður best heima hjá sér."


Teluru að Grindavík geti gert tilkall til þess að fara upp úr deildinni?

„Já, eins og ég hef sagt við alla þá getum við klárlega unnið öll lið en við getum klárlega tapað gegn öllum liðum. Við þurfum að hugsa dálítið um okkur, stabílísera okkur sem lið og sem hópur og vinna í okkar gildum. Þá eru allir vegir færir."

Liðið fékk fimm sinnum í 22 leikjum á sig mark í uppbótartíma og missti vegna þeirra af sex stigum.

Hvert er markmiðið í sumar?

„Markmiðið er að vinna í okkar leikstíl og í okkar gildum. Við erum með þau alveg á hreinu, hvernig við viljum við gera hlutina. Það er bara best fyrir okkur að hugsa bara um rassgatið á okkur, hvernig við ætlum að gera hlutina."

„Við erum okkar verstu óvinir, við erum með mjög góða einstaklinga innan liðsins en til þess að vinna þá þurfum við að vinna sem lið en ekki sem einstaklingar,"
sagði Alfreð.
Athugasemdir
banner
banner
banner