Wales 3 - 1 Ísland
1-0 James Collins ('12)
1-1 Jóhann Berg Guðmundsson ('26)
2-1 Sam Vokes ('53)
3-1 Gareth Bale ('70)
1-0 James Collins ('12)
1-1 Jóhann Berg Guðmundsson ('26)
2-1 Sam Vokes ('53)
3-1 Gareth Bale ('70)
Gareth Bale sýndi í kvöld ástæður þess að Real Madrid gerði hann að dýrasta leikmanni sögunnar síðasta sumar. Vængmaðurinn fór á kostum og var maðurinn á bakvið 3-1 sigur Wales á Íslandi í vináttulandsleik sem fram fór í Cardiff í kvöld.
Bale var arkitektinn að öllum mörkum Walesverja, en það fyrsta gerði James Collins með skallamarki eftir aukaspyrnu Bale á 12. mínútu.
Jóhanni Berg Guðmundssyni tókst að jafna metin um miðjan síðari hálfleik, en skot hans fór af varnarmanninum Ashley Williams og í netið.
Sam Vokes kom Wales yfir á nýjan leik. Kom hann boltanum auðveldlega í netið eftir að Bale hafði náð skoti að marki sem bjargað var á línu.
Bale skoraði síðan sjálfur þriðja mark Wales eftir frábært einstaklingsframtak á hægri væng liðsins. Lék hann með boltann frá miðju vallar og þrumaði honum síðan í fjærhornið.
Íslendingar voru nálægt því að minnka metin undir lokin, en Wayne Hennessey í marki Wales varði þá á marklínu eftir barning í teignum eftir góða hornspyrnu Gylfa Þórs.
Athugasemdir