„Mér fannst við hafa góð tök á þessum leik og vera mun betri," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, við Fótbolta.net eftir að liðið sló Ventspils út í Evrópudeildinni í kvöld.
„Þetta var mjög góður leikur hjá okkur og mögulega einn af betri leikjum sem við höfum spilað í sumar. Ég er sáttur með það."
„Þetta var mjög góður leikur hjá okkur og mögulega einn af betri leikjum sem við höfum spilað í sumar. Ég er sáttur með það."
Lestu um leikinn: Valur 1 - 0 FK Ventspils
„Stundum lenda senterar í frosti, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim. Kristinn Ingi hefur fengið nokkur færi og klúðrað þeim en hann vinnur svo mikið fyrir okkur á móti að við höfum engar áhyggjur. Þetta á eftir að detta hjá honum."
Valur mætir Domzale frá Slóveníu í 2. umferð Evrópudeildarinnar eftir viku en fyrst leikur liðið við Stjörnuna í Pepsi-deildinni á sunnudag.
„Það væri gott að eiga þann leik seinna og fá alvöru frí til að undirbúa sig undir Evrópuleikinn. Þið blaðamenn verðið að skoða hvort KSÍ geti ekki gert eitthvað í því máli. Þetta er nánast ekki boðlegt."
KR hefur óskað eftir frestun á leik sínum við Fjölni á mánudag vegna þátttöku í Evrópudeildinni og Valur gæti gert slíkt hið sama.
„Við förum örugglega og skoðum það líka," sagði Óli að lokum.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir