Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 06. júlí 2023 18:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Lúðvík: Þó ég sé búinn að þjálfa lengi þá er ég enn að læra
Icelandair
Lúðvík á æfingu í dag.
Lúðvík á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lúðvík og Ólafur Ingi Skúlason eru þjálfarar liðsins.
Lúðvík og Ólafur Ingi Skúlason eru þjálfarar liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum nokkuð sáttir með frammistöðu drengjanna í þeim leik," sagði Lúðvík Gunnarsson, aðstoðarþjálfari U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í T'Qali á Möltu í dag.

Fyrst var hann spurður út í leikinn gegn Spáni, fyrsta leik liðsins í lokakeppni Evrópumótsins.

„Þau sem horfðu á þann leik sáu það að þetta spænska lið er ógnarsterkt. Við gáfum þeim alvöru leik. Það að menn séu svekktir að hafa tapað honum segir ansi margt. Þetta var bara flottur leikur á margan hátt."

Hvað hefði liðið þurft að gera til að fá eitt stig eða þrjú stig úr þeim leik?

„Það eru lítil atriði. Við hefðum getað gert hlutina aðeins einfaldari. Það hefðu allir þurft að eiga sinn besta dag. Því miður eru Spánverjarnir það sterkir að það tókst ekki að ná í þrjú stig þar," segir Lúðvík.

Menn voru verulega svekktir eftir fyrsta leikinn. „Það segir svolítið um hugarfar þessara drengja; þeir vilja ná langt og vilja ná árangri. Það er frábært og þannig viljum við hafa það. Þeir voru svekktir."

Á morgun mæta strákarnir Norðmönnum í sínum öðrum leik í riðlinum. Það er gríðarlega mikilvægur leikur.

„Norðmenn eru með fínt lið og það verður gaman að mæta þeim. Þetta verður hörkuleikur, jafnari leikur mögulega. Það eru allir klárir og allir spenntir. Við ætlum auðvitað að gera mjög vel þar og fá eitthvað út úr því. Möguleikarnir eru fínir, þetta eru 50/50 leikir á móti þessum liðum. Þó að Spánn sé ógnarsterkt lið þá áttum við alltaf séns. Ég á von á því að það verði líka þannig á móti Norðmönnum. Þetta eru allt góð lið og við erum eitt af þeim. Við gefum öllum liðum leik og þetta verður hörkuleikur."

Það eru forréttindi
Lúðvík er einnig þjálfari U16 og U17 landsliðs karla, ásamt því að vera aðstoðarþjálfari U19 landsliðsins. Áður en hann tók til starfa hjá KSÍ þá þjálfaði hann hjá ÍA og Kára á Akranesi.

Hann segir það lærdómsríkt að vinna með Ólafi Inga Skúlasyni, aðalþjálfara liðsins, og að fá að vera í kringum U19 landsliðið á þessu skemmtilega móti.

„Það eru forréttindi að fá að vinna með svona hópi og þessu teymi sem er hérna. Óli er mjög flottur þjálfari. Hann þekkir leikinn og skilur leikinn virkilega vel. Þó ég sé búinn að þjálfa lengi þá er ég enn að læra. Maður lærir helling af honum. Það eru forréttindi að fá að vera með þessu liði, þessum strákum og þessu teymi," sagði Lúðvík að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner