
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins var með fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum í 5-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í dag.
Lestu um leikinn: Hvíta-Rússland 0 - 5 Ísland
„Við ákváðum sem lið að við vildum standa fyrir þetta. Við gerðum það hiklaust og það var allur hópurinn sem tók þessa ákvörðun. Ég er mjög stolt af hópnum og við vildum koma þessu á framfæri," sagði Gunnhildur eftir leik.
„Það er erfið staða í heiminum og þetta var okkar leið til að sýna stuðning."
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Gunnhildur Yrsa sig um leikinn í kvöld, endurkomu Söru og fleira.
Athugasemdir