
„Loksins er þetta að byrja," sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, bakvörður landsliðsins, þegar fréttamaður Fótbolta.net ræddi við hana fyrir utan hótel landsliðsins í Crewe í dag.
Landsliðið mætti til Crewe fyrir tveimur dögum og þar gistir liðið á stórfenglegu hóteli. Liðið okkar er með aðsetur í Crewe fyrir Evrópumótið sem er framundan.
Landsliðið mætti til Crewe fyrir tveimur dögum og þar gistir liðið á stórfenglegu hóteli. Liðið okkar er með aðsetur í Crewe fyrir Evrópumótið sem er framundan.
„Undirbúningurinn var mjög góður í Póllandi og Þýskalandi en maður vildi fara að komast til Englands því þá vissi maður að það væri farið að styttast í þetta. Það var mjög góð tilfinning að lenda í Manchester."
„Ferðalagið gekk mjög vel. Við flugum frá Nürnberg og fengum bara flugvél út af fyrir okkur sjálfar. Það var lúxus. Svo var stutt rútuferð yfir. Þetta var bara þægilegt."
Stelpurnar stigu beint á dregil er þær komu út úr flugvélinni. „Þetta er allt svolítið skemmtilegt. Manni líður svolítið eins og rokkstjörnu. Það er ekki hver sem er sem fær einhvern dregil á flugvellinum. Við nutum þess."
Hallbera er á leið á sitt þriðja Evrópumót. Er þetta mót stærra en hin tvö mótin?
„Já, ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé aðeins stærra. Maður sá það í fyrsta leiknum, að sjá Old Trafford fullan af fólki er frábært. Ég held með Manchester United og það er draumur að spila á Old Trafford, en þetta er bara eins og það er. Það var gaman að fylgjast með leiknum."
Hótelið í Crewe er mjög flott og gamaldags. Hvernig er búið að vera hérna?
„Það er bara búið að vera geggjað. Við bjuggumst við smá draugagangi en það eru engir draugar hér held ég. Þetta er flottur kastali, mjög flott herbergi og við erum sáttar."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Hallbera um ýmislegt skemmtilegt.
Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir