Tottenham
Enska úrvalsdeildin hefst næstkomandi föstudag. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Tottenham er spáð sjöunda sætinu.
Um liðið: Tottenham fór í gegnum síðasta tímabil án þess að vinna titil. Enn einu sinni. Jose Mourinho var rekinn og undir stjórn Ryan Mason endaði liðið að lokum í sjöunda sæti. Spurs verður í Sambandsdeildinni á tímabilinu og það er ekki að heilla stjörnu liðsins, Harry Kane.
Stjórinn: Portúgalinn Nuno Espirito Santo tók við af landa sínum, Jose Mourinho. Tottenham ræddi við fjölmarga stjóra áður en Nuno var ráðinn. Hann var ekki kostur númer eitt og ekki kostur númer tvö heldur. En hann er mættur og mun stýra liðinu. Nuno þjálfaði síðast Wolves þar sem hann byggði upp ágætt úrvalsdeildarlið.
Staða á síðasta tímabili: 7. sæti
Styrkleikar: Liðið er með tvo frábæra sóknarmenn í Harry Kane og Son Heung-min. Ef félagið nær að halda Kane, þá er alltaf möguleiki á fínum árangri enda algjör markamaskína. Nuno er skipulagður og getur búið til flott varnarlið. Liðið er með gríðarlega flottan heimavöll og vann þar tíu leiki í fyrra. Það er hægt að byggja ofan á það.
Veikleikar: Liðið var mikið í því að tapa forystu á síðustu leiktíð í fyrra og það reyndist mjög dýrkeypt fyrir liðið. Það er mikil ábyrgð lögð á herðar Kane og Son. Hver á að skora fyrir utan þá? Og hvað gerist ef Kane fer? Liðinu tókst ekki að mynda öflugt miðvarðarpar á síðustu leiktíð. Cristian Romero en hver á að vera með honum? Það eru ekki sigurvegarar í þessum hóp.
Talan: 0
Dele Alli skoraði núll mörk á síðustu leiktíð, já núll mörk.
Lykilmaðurinn: Harry Kane
Besta nían í deildinni, engin spurning um það. Alla vega á meðan Romelu Lukaku er ekki mættur. Þó er spurning hvort að Kane verði áfram í Tottenham. Hann vill fara og Manchester City hefur áhuga. Tottenham hefur ekki eins mikinn áhuga á að selja og spurning hvað gerist.
Fylgist með: Dele Alli
Fann sig ekki á síðasta tímabili undir stjórn Mourinho og skoraði hvorki meira né minna en núll mörk í 15 deildarleikjum. Það er til virkilega góður leikmaður þarna en hann hefur ekki náð að sýna það upp á síðkastið. Nær hann að springa aftur út undir stjórn Nuno? Það er góð spurning.
Komnir:
Pierluigi Gollini frá Atalanta - Á láni
Bryan Gil frá Sevilla - 21,6 milljónir punda
Cristian Romero frá Atalanta - 46,7 milljónir punda
Farnir:
Juan Foyth til Villarreal - 13 milljónir punda
Danny Rose til Watford - Frítt
Paulo Gazzaniga til Fulham - Frítt
Érik Lamela til Sevilla - Skipti
Toby Alderweireld til Al Duhail - 13 milljónir punda
Troy Parrott til MK Dons - Á láni
Joe Hart til Celtic - 1 milljón punda
Fyrstu leikir:
15. ágúst, Tottenham - Man City
22. ágúst, Wolves - Tottenham
29. ágúst, Tottenham - Watford
Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Victor Pálsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6. Tottenham, 141 stig
7. Arsenal, 139 stig
8. Everton, 122 stig
9. Leeds, 121 stig
10. West Ham, 117 stig
11. Aston Villa, 109 stig
12. Wolves, 86 stig
13. Brighton, 73 stig
14. Southampton, 68 stig
15. Crystal Palace, 54 stig
16. Newcastle, 52 stig
17. Burnley, 40 stig
18. Brentford, 35 stig
19. Norwich, 28 stig
20. Watford, 21 stig
Athugasemdir