Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   mið 10. janúar 2024 19:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Væri skrítið ef hann færi í eitthvað annað lið verandi fyrrum fyrirliði Stjörnunnar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talsvert hefur verið rætt um mögulega heimkomu Alex Þórs Haukssonar eftir þriggja ára dvöl í Svíþjóð. Fótbolti.net greindi frá því að Kolding í Danmörku hefði viljað fá Alex í sínar raðir en Alex hafi bakkað út úr þeim viðræðum.

Alex hefur verið orðaður við íslensk félög og þá mest við Stjörnuna og Val. Ef marka má þau tíðindi að Arnór Gauti Jónsson sé á leið í Val þá minnka líkurnar á því að Alex fari þangað.

Fjölmiðlamaðurinn Máni Pétursson er stuðningsmaður Stjörnunnar og ræddi hann um Alex í hlaðvarpsþætti sínum Máni í vikunni. Hann kom einnig inn á Óla Val Ómarsson sem hefur sömuleiðis verið orðaður við heimkomu í Stjörnuna.

„Það stóðu vonir til þess að Óli Valur kæmi í Stjörnuna en ég er ekki viss um að það sé að ganga eftir, held hann verði áfram í Sirius. Síðan ætla Stjörnumenn sér náttúrulega að fá Alex Þór heim ef hann kemur heim, enda væri skrítið ef hann færi í eitthvað annað lið verandi fyrrum fyrirliði Stjörnunnar. Hann er eitthvað að skoða sín mál. Hann er víst búinn að fá stjarnfræðileg tilboð hérna heima, sem er skiljanlegt, það vantar alla djúpan miðjumann," sagði Máni.

Jóhann Árni Gunnarsson lék lengst af á síðasta tímabili sem djúpur miðjumaður í liði Stjörnunnar. Alex er 24 ára og hefur leikið með Öster síðustu ár en er án félags í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner