Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   þri 09. janúar 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þessir eru orðaðir við heimkomu
Aron Sig.
Aron Sig.
Mynd: Getty Images
Aron Bjarna og Óli Valur.
Aron Bjarna og Óli Valur.
Mynd: Guðmundur Svansson
Alex Hauks.
Alex Hauks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirs.
Valgeir Valgeirs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már.
Rúnar Már.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Getty Images
Jónatan Ingi.
Jónatan Ingi.
Mynd: Sogndal
Árni Vill.
Árni Vill.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli.
Ísak Óli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Silly season' er í fullum gangi og margar sögur í gangi um mögulegar heimkomur manna úr atvinnumennsku.

Nokkrir eru þegar komnir heim. Jón Guðni Fjóluson, Pálmi Rafn Arinbjörnsson og Valdimar Þór Ingimundarson fóru í Víking og þeir Böðvar Böðvarsson og Kjartan Kári Halldórsson fóru í FH.

Hér að neðan má kynna sér þá leikmenn sem hafa verið orðaðir við heimkomu undanfarna mánuði.


Nafn: Aron Sigurðarson
Staða: Miðja/kantur
Aldur: 30
Orðaður við: KR, Valur, Breiðablik
Samningsstaða: Samningsbundinn Horsens fram á sumarið
Mögulegt kaupverð: 2-4 milljónir ISK
Spilaði síðast á Íslandi: 2015 með Fjölni
Uppeldisfélag: Fjölnir
Nýjustu fregnir
Úr útvarpsþættinum: Alls ekki staðfest að hann fari í KR og þrír kostir í stöðunni.
   03.01.2024 15:45
Viðræður milli KR og Horsens miða í rétta átt



Nafn: Aron Bjarnason
Staða: Kantur
Aldur: 29
Orðaður við: Valur, Breiðablik, KR, ÍA
Samningsstaða: Samningsbundinn Sirius fram á sumarið 2025
Mögulegt kaupverð: 100 þúsund evrur
Spilaði síðast á Íslandi: 2020 á láni hjá Val
Uppeldisfélag: Þróttur R.
Nýjustu fregnir
   08.01.2024 09:54
Afar miklar líkur sagðar á því að Aron Bjarna fari í Val



Nafn: Alex Þór Hauksson
Staða: Djúpur miðjumaður
Aldur: 24
Orðaður við: Stjörnuna, Val og Breiðablik
Samningsstaða: Samningslaus
Mögulegt kaupverð: Frír
Spilaði síðast á Íslandi: 2020 með Stjörnunni
Uppeldisfélag: Álftanes/Stjarnan
Nýjustu fregnir
   04.01.2024 13:25
Alex var nálægt því að ganga í raðir Kolding



Nafn: Óli Valur Ómarsson
Staða: Hægri bakvörður
Aldur: 20
Orðaður við: Stjörnuna
Samningsstaða: Samningsbundinn fram á sumarið 2027
Mögulegt kaupverð: Líklegast að hann kæmi á láni
Spilaði síðast á Íslandi: 2022 með Stjörnunni
Uppeldisfélag: Stjarnan
Nýjustu fregnir
   27.11.2023 14:24
Óli Valur: Ef ég þarf að fara frá Sirius þá er það bara þannig



Nafn: Valgeir Valgeirsson
Staða: Bakvörður/kantmaður
Aldur: 21
Orðaður við: Val og KR
Samningsstaða: Samningsbundinn út árið
Mögulegt kaupverð: Óljóst
Spilaði síðast á Íslandi: 2022 með HK
Uppeldisfélag: HK
Nýjustu fregnir
   08.01.2024 12:30
Íslensk félög fengið nei frá Örebro - Þjálfarinn býst við Valgeiri og Axel áfram



Nafn: Rúnar Már Sigurjónsson
Staða: Miðjumaður
Aldur: 33
Orðaður við: Val og ÍA
Samningsstaða: Samningsbundinn
Mögulegt kaupverð: Getur fengið sig lausan
Spilaði síðast á Íslandi: 2013 með Val
Uppeldisfélag: Tindastóll
Nýjustu fregnir
   08.12.2023 14:24
Rúnar Már sagður ætla að spila á Íslandi næsta sumar



Nafn: Jónatan Ingi Jónsson
Staða: Hægri kantmaður
Aldur: 24
Orðaður við: FH
Samningsstaða: Samningsbundinn út árið
Mögulegt kaupverð: Óljóst
Spilaði síðast á Íslandi: 2021 með FH
Uppeldisfélag: FH
Nýjustu fregnir
   05.01.2024 14:00
Jónatan Ingi: Finnst alls ekki ólíklegt að ég fari



Nafn: Ögmundur Kristinsson
Staða: Markvörður
Aldur: 34
Orðaður við: KR og Breiðablik
Samningsstaða: Samningsbundinn fram á sumarið
Mögulegt kaupverð: Óljóst
Spilaði síðast á Íslandi: 2014 með Fram
Uppeldisfélag: Fram
Nýjustu fregnir
   09.01.2024 13:07
Ögmundur með samningstilboð frá KR



Nafn: Árni Vilhjálmsson
Staða: Framherji
Aldur: 29
Orðaður við: Breiðablik
Samningsstaða: Samningsbundinn fram á sumarið
Mögulegt kaupverð: Óljóst
Spilaði síðast á Íslandi: 2021 með Breiðabliki
Uppeldisfélag: Breiðablik
Nýjustu fregnir
Samdi við Novara í ítölsku C-deildinni í desember og spilar með liðinu út tímabilið. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Novara um helgina. Unnusta hans Sara Björk Gunnarsdóttir verður samningslaus hjá Juventus í sumar og er orðuð við heimkomu.


Nafn: Ísak Óli Ólafsson
Staða: Miðvörður
Aldur: 23
Orðaður við: FH og KR
Samningsstaða: Samningsbundinn fram á sumarið
Mögulegt kaupverð: Óljóst
Spilaði síðast á Íslandi: 2021 með Keflavík
Uppeldisfélag: Keflavík
Nýjustu fregnir
Ísak hefur ekki komið við sögu í síðustu þremur leikjum Esbjerg sem er á toppi dönsku C-deildarinnar og stefnir hraðbyri upp í B-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner