'Silly season' er í fullum gangi og margar sögur í gangi um mögulegar heimkomur manna úr atvinnumennsku.
Nokkrir eru þegar komnir heim. Jón Guðni Fjóluson, Pálmi Rafn Arinbjörnsson og Valdimar Þór Ingimundarson fóru í Víking og þeir Böðvar Böðvarsson og Kjartan Kári Halldórsson fóru í FH.
Hér að neðan má kynna sér þá leikmenn sem hafa verið orðaðir við heimkomu undanfarna mánuði.
Nokkrir eru þegar komnir heim. Jón Guðni Fjóluson, Pálmi Rafn Arinbjörnsson og Valdimar Þór Ingimundarson fóru í Víking og þeir Böðvar Böðvarsson og Kjartan Kári Halldórsson fóru í FH.
Hér að neðan má kynna sér þá leikmenn sem hafa verið orðaðir við heimkomu undanfarna mánuði.
Nafn: Aron Sigurðarson
Staða: Miðja/kantur
Aldur: 30
Orðaður við: KR, Valur, Breiðablik
Samningsstaða: Samningsbundinn Horsens fram á sumarið
Mögulegt kaupverð: 2-4 milljónir ISK
Spilaði síðast á Íslandi: 2015 með Fjölni
Uppeldisfélag: Fjölnir
Nýjustu fregnir
Úr útvarpsþættinum: Alls ekki staðfest að hann fari í KR og þrír kostir í stöðunni.
03.01.2024 15:45
Viðræður milli KR og Horsens miða í rétta átt
Nafn: Aron Bjarnason
Staða: Kantur
Aldur: 29
Orðaður við: Valur, Breiðablik, KR, ÍA
Samningsstaða: Samningsbundinn Sirius fram á sumarið 2025
Mögulegt kaupverð: 100 þúsund evrur
Spilaði síðast á Íslandi: 2020 á láni hjá Val
Uppeldisfélag: Þróttur R.
Nýjustu fregnir
08.01.2024 09:54
Afar miklar líkur sagðar á því að Aron Bjarna fari í Val
Nafn: Alex Þór Hauksson
Staða: Djúpur miðjumaður
Aldur: 24
Orðaður við: Stjörnuna, Val og Breiðablik
Samningsstaða: Samningslaus
Mögulegt kaupverð: Frír
Spilaði síðast á Íslandi: 2020 með Stjörnunni
Uppeldisfélag: Álftanes/Stjarnan
Nýjustu fregnir
04.01.2024 13:25
Alex var nálægt því að ganga í raðir Kolding
Nafn: Óli Valur Ómarsson
Staða: Hægri bakvörður
Aldur: 20
Orðaður við: Stjörnuna
Samningsstaða: Samningsbundinn fram á sumarið 2027
Mögulegt kaupverð: Líklegast að hann kæmi á láni
Spilaði síðast á Íslandi: 2022 með Stjörnunni
Uppeldisfélag: Stjarnan
Nýjustu fregnir
27.11.2023 14:24
Óli Valur: Ef ég þarf að fara frá Sirius þá er það bara þannig
Nafn: Valgeir Valgeirsson
Staða: Bakvörður/kantmaður
Aldur: 21
Orðaður við: Val og KR
Samningsstaða: Samningsbundinn út árið
Mögulegt kaupverð: Óljóst
Spilaði síðast á Íslandi: 2022 með HK
Uppeldisfélag: HK
Nýjustu fregnir
08.01.2024 12:30
Íslensk félög fengið nei frá Örebro - Þjálfarinn býst við Valgeiri og Axel áfram
Nafn: Rúnar Már Sigurjónsson
Staða: Miðjumaður
Aldur: 33
Orðaður við: Val og ÍA
Samningsstaða: Samningsbundinn
Mögulegt kaupverð: Getur fengið sig lausan
Spilaði síðast á Íslandi: 2013 með Val
Uppeldisfélag: Tindastóll
Nýjustu fregnir
08.12.2023 14:24
Rúnar Már sagður ætla að spila á Íslandi næsta sumar
Nafn: Jónatan Ingi Jónsson
Staða: Hægri kantmaður
Aldur: 24
Orðaður við: FH
Samningsstaða: Samningsbundinn út árið
Mögulegt kaupverð: Óljóst
Spilaði síðast á Íslandi: 2021 með FH
Uppeldisfélag: FH
Nýjustu fregnir
05.01.2024 14:00
Jónatan Ingi: Finnst alls ekki ólíklegt að ég fari
Nafn: Ögmundur Kristinsson
Staða: Markvörður
Aldur: 34
Orðaður við: KR og Breiðablik
Samningsstaða: Samningsbundinn fram á sumarið
Mögulegt kaupverð: Óljóst
Spilaði síðast á Íslandi: 2014 með Fram
Uppeldisfélag: Fram
Nýjustu fregnir
09.01.2024 13:07
Ögmundur með samningstilboð frá KR
Nafn: Árni Vilhjálmsson
Staða: Framherji
Aldur: 29
Orðaður við: Breiðablik
Samningsstaða: Samningsbundinn fram á sumarið
Mögulegt kaupverð: Óljóst
Spilaði síðast á Íslandi: 2021 með Breiðabliki
Uppeldisfélag: Breiðablik
Nýjustu fregnir
Samdi við Novara í ítölsku C-deildinni í desember og spilar með liðinu út tímabilið. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Novara um helgina. Unnusta hans Sara Björk Gunnarsdóttir verður samningslaus hjá Juventus í sumar og er orðuð við heimkomu.
Nafn: Ísak Óli Ólafsson
Staða: Miðvörður
Aldur: 23
Orðaður við: FH og KR
Samningsstaða: Samningsbundinn fram á sumarið
Mögulegt kaupverð: Óljóst
Spilaði síðast á Íslandi: 2021 með Keflavík
Uppeldisfélag: Keflavík
Nýjustu fregnir
Ísak hefur ekki komið við sögu í síðustu þremur leikjum Esbjerg sem er á toppi dönsku C-deildarinnar og stefnir hraðbyri upp í B-deildina.
Athugasemdir