KR hefur loksins staðfest komu Hjalta Sigurðssonar til félagsins. Fótbolti.net sagði fyrst frá því í ágúst síðastliðnum að hann væri á leið heim í Vesturbæinn.
Hjalti skrifar undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið sitt.
Hjalti skrifar undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið sitt.
Þessi fjölhæfi 23 ára leikmaður getur leikið bæði á vörn og á miðju en hann hefur alls tekið þátt í sex tímabilum með Leikni í Breiðholti. Hann kemur þaðan til KR.
KR-ingar hafa verið að vinna í því að endurheimta uppalda leikmenn sem hafa verið að spila annars staðar. Hjalti er einn af þeim.
Hjalti hefur spilað 110 meistaraflokksleiki og 24 leiki með yngri landsliðum Íslands.
„Við bjóðum Hjalta velkominn heim," segir í tilkynningu KR.
Athugasemdir