Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 10. febrúar 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Þór Guðjónsson á reynslu hjá Sandefjord
Mynd: Heimasíða Stromsgodset
Viðar Ari - Viðar var á láni hjá FH sumarið 2018.
Viðar Ari - Viðar var á láni hjá FH sumarið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson voru í byrjunarliði Sandefjord þegar liðið mætti Fredrikstad í æfingaleik í gær.

Leikurinn endaði með 1-3 tapi Sandefjord þar sem Viðar Ari skoraði eina mark Sandefjord.

Í miðverði hjá Sandefjord byrjaði leikmaður að nafni Arnar Þór Guðjónsson. Arnar er fæddur á Íslandi en flutti snemma út til Noregs. Fréttaritari spurði Viðar út í það hver þetta væri:

„Hann heitir Arnar Þór Guðjónsson og er fæddur árið 1999," sagði Viðar við Fótbolta.net

„Hann hefur eiginlega búið í Noregi alla sína tíð og spilað með yngri liðum Stromsgodset. Hann hefur æft með okkur síðustu tvær vikur. Hann hefur verið á reynslu," bætti Viðar við og kvaðst ekki vita hvernig framhaldið yrði með Arnar.

Arnar er miðvörður sem kom árið 2018 við sögu í einum bikarleik með Stromsgodset. Annars hefur hann leikið með Fram Larvik í þriðju efstu deild. Arnar lék á sínum tíma tvo U18 ára landsleiki fyrir Noreg.

Sandefjord endaði í 2. sæti norsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur í efstu deild á þessari leiktíð. Fyrstu leikir deildarinnar eru snemma í apríl.

Sjá einnig:
Íslenskur strákur semur við Strömsgodset - Í norska U18 ára landsliðinu
Íslendingur valinn í U18 ára landslið Noregs


Athugasemdir
banner
banner
banner