Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 10. október 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Býst við að missa töframanninn og Fanneyju
Adda gerir ráð fyrir því að Katie Cousins finni sér lið erlendis en Adda vonast til að halda Fanndísi.
Adda gerir ráð fyrir því að Katie Cousins finni sér lið erlendis en Adda vonast til að halda Fanndísi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bikarmeistarinn Fanney líklega á leið erlendis en Berglind er í viðræðum við Val um nýjan samning.
Bikarmeistarinn Fanney líklega á leið erlendis en Berglind er í viðræðum við Val um nýjan samning.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ljóst að það verða einhverjar breytingar á leikmannahópi Vals fyrir næsta tímabil. Málfríður Erna Sigurðardóttir er búin að leggja skóna á hilluna og líklegt að þær Katie Cousins og Fanney Inga Birkisdóttir spili erlendis á næsta ári.

„Það eru nokkrir leikmenn að verða samningslausir. Berglind (Rós Ágústsdóttir) og Anna Rakel (Pétursdóttir) eru byrjaðar í samningaferli við stjórn. Svo eru Fanndís (Friðriksdóttir) og Elísa (Viðarsdóttir) sem við leggjum mikla áherslu á að halda," segir Ásgeður Stefanía Baldursdóttir, Adda, aðstoðarþjálfari Vals.

„Svo eru Hailey (Whitaker) og Katie (Cousins) sem eru farnar erlendis. Miðað við gæðin sem Katie býr yfir þá finnst mér líklegt að stór lið í Evrópuboltanum leiti til hennar. Ég og við myndum gera allt til að halda henni, hún er töframaður með bolta og frábært að þjálfa hana. Hún er miklu meira en bara góð í fótbolta, er frábær persóna og smellpassar inn í Valsumhverfið."

Gerir þú ráð fyrir því að Fanney fari út?

„Já, ég tel allar líkur á því. Hún er búin að taka tvö góð tímabil hérna heima, búin að stabílisera sig. Það má alveg setja mikið hrós á hana fyrir síðasta tímabil, því tímabil númer tvö fyrir svona ungan og efnilegan - í hennar tilfelli góðan leikmann - það er alltaf erfiðara að fylgja á eftir góðu tímabili. Ég reikna með því að hún fari út og taki skrefið og við styðjum hana fullkomlega í því. Við vissum að það kæmi sá tímapunktur þar sem hún myndi sækjast í stærri áskorun og fara einhvert út. Ég reikna með að hún fari," segir Adda.
Athugasemdir
banner
banner
banner