Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   sun 12. júní 2022 15:22
Elvar Geir Magnússon
Birkir ósammála Vöndu um að gagnrýnin hafi slæm áhrif inn í landsliðshópinn
Birkir Bjarnason landsliðsfyrirliði.
Birkir Bjarnason landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með ungt lið, þeir hafa sjálfir sagt að neikvæðnin hefur slæm áhrif á þá," skrifaði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, meðal annars í pistli sem birtur var í gær.

Birkir Bjarnason landsliðsfyrirliði var spurður út í þessi orð á fréttamannafundi og hvort sú neikvæða gagnrýni sem hefur verið í gangi smitist inn í leikmannahópinn og hafi slæm áhrif?

„Ég er ekki alveg sammála því. Þetta hefur ekki verið rætt mikið innan hópsins. Eins og Arnar var að segja þá mega allir hafa sínar skoðanir. Við sem hópur vitum fyrir hvað við stöndum og hvað við erum að gera á æfingum," sagði Birkir.

„Við erum að bæta okkur á mörgum sviðum og einbeiting okkar verður að vera á okkur sjálfa, ekki því sem kemur utan frá. Þannig verðum við að hugsa um þetta."

Ísland fær Ísrael í heimsókn í Þjóðadeildinni á morgun. Landsliðið fékk mikla gagnrýni eftir leikinn gegn San Marínó í liðinni viku. Birkir var ekki með í þeim leik en tjáði sig lítillega um hann.

„Við erum auðvitað ekki ánægðir með leik­inn en ég er sam­mála Arn­ari að við verðum bara að skilja hann eft­ir og ein­beita okk­ur frek­ar að leikn­um sem skipt­ir máli sem er á morg­un," sagði Birkir Bjarnason.
Upptaka - Horfðu á fréttamannafund Arnars og Birkis
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner