Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fim 13. júní 2024 21:46
Elvar Geir Magnússon
Undanúrslitin: Valur fer norður og Stjarnan heimsækir meistarana
KA vann Fram í kvöld og komst í undanúrslitin.
KA vann Fram í kvöld og komst í undanúrslitin.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars karla í beinni útsendingu í bikarþætti RÚV í kvöld.

Við fylgdumst einnig með drættinum í beinni hér á Fótbolta.net.

Íslands- og bikarmeistarar Víkings fá Stjörnuna í heimsókn og KA fær heimaleik gegn Val. Helga Margrét Höskuldsdóttir og Ólafur Kristjánsson sáu um að draga undir handleiðslu Birkis Sveinssonar mótastjóra.

Undanúrslitaleikirnir eiga samkvæmt dagskrá að vera spilaðir miðvikudagskvöldið 3. júlí og fimmtudagskvöldið 4. júlí en það gæti breyst vegna Evrópuleikja.

Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Keppnin var ekki kláruð 2020 vegna Covid faraldursins en Víkingar voru reyndar fallnir úr leik þegar keppni var hætt. Þeir unnu síðan 2021, 2022 og 2023.
21:44
Þá er orðið ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum!


Eyða Breyta
21:44
VÍKINGUR - STJARNAN


Eyða Breyta
21:44
KA - VALUR


Eyða Breyta
21:44
Þá er dregið um það hvaða lið fer norður...

Eyða Breyta
21:43
Víkingur fær heimaleik


Eyða Breyta
21:43
KA fær heimaleik


Eyða Breyta
21:43
Byrjað er á því að draga bæði heimaliðin


Eyða Breyta
21:43
KA, Stjarnan, Valur og Víkingur
Þetta eru liðin í pottinum. Birkir Sveinsson mótastjóri er kominn í útsendinguna á RÚV 2.

Eyða Breyta
21:36
Nokkrar mínútur í dráttinn!
Síðasti leikurinn er í spilun í bikarþættinum. Það verður því dregið eftir nokkrar mínútur.

Eyða Breyta
21:34
Hér má sjá sigurmark Stjörnunnar í gær, dramatík


Eyða Breyta
21:29
Pálmi Rafn markvörður Víkings skoraði AFTUR sjálfsmark gegn Fylki í kvöld!


Eyða Breyta
21:27
Meðan við bíðum eftir drættinum þá er hér viðtal við Hallgrím
   13.06.2024 20:58
Skoraði sitt 100. mark fyrir KA - „Verið erfiðir tveir mánuðir"


Eyða Breyta
21:23
Víkingur vann 3-1, bikarkvöld er farið í gang á RÚV og verið að rúlla yfir mörkin úr leikjunum
   13.06.2024 21:11
Mjólkurbikarinn: Þægilegt fyrir Víking gegn Fylki


Eyða Breyta
21:20
Það var sól á bikarleik KA og Fram á Akureyri og menn ákváðu að nýta sér það til hins ítrasta!
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson



Eyða Breyta
20:58
KA í undanúrslit þriðja árið í röð
KA komst í undanúrslit þriðja árið í röð með því að vinna Fram 3-0 fyrr í kvöld. Bjarni Aðalsteinsson var í góðum gír á Greifavellinum og skoraði tvö mörk.

   13.06.2024 20:09
Mjólkurbikarinn: KA skoraði þrjú gegn Fram


Eyða Breyta
20:57
Stjarnan með dramatískt sigurmark
Stjarnan vann nauman sigur á Þór á Akureyri. Allt stefndi í markalaust jafntefli eftir venjulegan leiktíma og því framlengingu. Stjarnan nýtti sér þá markmannsmistök og skoraði.

   12.06.2024 20:02
Mjólkurbikarinn: Róbert Frosti skoraði undir lokin


Eyða Breyta
20:55
Valur í pottinum eftir maraþonleik
8-liða úrslitin hófust síðasta sunnudagskvöld þar sem Valur sló Keflavík út í algjörum rússíbanaleik. Úrslitin réðust í vítakeppni.

   09.06.2024 18:43
Mjólkurbikarinn: Valur í undanúrslit eftir rosalega dramatík


Eyða Breyta
20:51
Gott og gleðilegt bikarkvöld!
Við munum hér fylgjast með drættinum í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Ég veit hreinlega ekkert hvenær drátturinn mun nákvæmlega fara fram en dregið verður í bikarþættinum sem verður á RÚV 2 eftir að leik Víkings og Fylkis lýkur.

Bikarkvöld er sett á dagskrá 21:22 samkvæmt heimasíðu RÚV.

Á heimavelli hamingjunnar er staðan 3-0 fyrir ríkjandi bikarmeistara gegn Fylki en Sverrir Örn Einarsson er í Fossvoginum og textalýsir leiknum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner