Stjarnan fór í heimsókn á Origo völlinn og mættu Völsurum fyrr í kvöld, leikar enduðu 3-0 fyrir Val. Þjálfari Stjörnunnar Ágúst Gylfason mætti svekktur í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 0 Stjarnan
„Þetta er svekkjandi en samt stoltur yfir því að tefla fram mörgum ungum leikmönnum það er er búið að vera þema hjá okkur í sumar en við sáum það í sumar að það er ennþá eitthvað í land hjá okkur til að nálgast bestu liðin."
Stjarnan hefur spilað í 3-4-3 kerfi í síðustu tveimur leikjum.
„Það er gott að hafa fleiri kerfi til að drilla og við erum búnir að gera það í síðustu tveimur leikjum og við erum að læra af þessu kerfi. Við erum búnir að spila mest 4-3-3 þannig það er gott að hafa fleiri möguleika. Unnum með þetta kerfi í síðasta leik gegn Víking en töpuðum í dag en við lærum af þessu og tökum þetta í reynslubankann fyrir næsta tímabil."
Finnst þér nýja fyrirkomulagið á deildinni hafa heppnast?
„Nei, mér finnst þetta búið að hafa fjara út, spennan í þessu. Nú eru tveir leikir eftir og liðin hafa lítið til að spila fyrir nema kannski stoltið og það er það sem við erum að gera."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir