Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   mán 17. apríl 2023 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maggý og Telma óléttar og spila því ekki fótbolta í sumar
Maggý Lárentsínusdóttir.
Maggý Lárentsínusdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maggý Lárentsínusdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttir verða ekki með nýliðum FH í Bestu deildinni í sumar þar sem þær eru báðar að fara að eignast barn.

Báðar spiluðu þær mikilvægt hlutverk í liði FH sem fór taplaust í gegnum Lengjudeildina í fyrra.

„Við erum ekki með Maggý sem skiptir okkur miklu máli varnarlega séð. Hún er ólétt og Telma Hjalta, sem skiptir okkur líka miklu máli í fyrra, er ólétt," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í viðtali við Fótbolta.net.

„Þær eru að takast á við önnur hlutverk í dag."

Fótbolti.net óskar þeim báðum til hamingju en það eru spennandi tímar framundan hjá þessum öflugu fótboltakonum.

Eins og fram kom í gær þá er FH spáð tíunda sæti Bestu deildar kvenna.
„Annars getum við ekki kallað okkur stórt félag"
Athugasemdir
banner
banner