Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mán 17. júlí 2017 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gústi Gylfa: Það er langt síðan ég var blautur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Kærkominn sigur, langt síðan ég var blautur," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir 4-0 sigur á Grindavík í Pepsi-deild karla í kvöld. Gústi mætti blautur í viðtalið eftir fagnaðarlæti inn í klefa.

„Leikurinn þróaðist vel fyrir okkur, við skorum eftir tvær mínútur, nýi maðurinn klárar frábærlega vel. Hann setur línu fyrir okkur að við ætluðum að koma inn í þennan leik og klára hann."

„Allir leikmennirnir stigu upp og gerðu frábærlega í dag."

Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  0 Grindavík

Fjölnir var í 23 daga fríi fyrir þennan leik. Hjálpaði það?

„Eigum við ekki að segja það? Þetta var góð hvíld hjá okkur, löng bið eftir því að spila fótboltaleik. Við sýndum það að það var langt síðan við spiluðum," sagði Ágúst.

Ætlar Fjölnir að styrkja sig frekar í félagaskiptaglugganum?

„Við fögnum þessum sigri í dag og við sjáum bara til."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner