Bjarni Páll Linnet Runólfsson verður ekki með HK í Bestu deildinni á komandi tímabili. HK tilkynntir þetta með kveðju á samfélagsmiðlum.
„Við þökkum Badda fyrir sitt framlag til HK og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni," segir í færslu HK.
„Við þökkum Badda fyrir sitt framlag til HK og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni," segir í færslu HK.
Bjarni Páll gekk í raðir HK frá uppeldisfélagi sínu Víkingi í ágúst 2020. Á þessu tímabili kom hann við sögu í sextán deildarleikjum og fjórum bikarleikjum. Í þeim skoraði hann eitt mark.
Hann er 26 ára miðjumaður sem var samningsbundinn út nýliðið tímabil og róar nú á önnur mið.
Athugasemdir