Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. nóvember 2022 19:03
Brynjar Ingi Erluson
Elanga sýnir Ronaldo stuðning - „Skoðun mín á honum hefur ekki breyst"
Anthony Elanga og Cristiano Ronaldo
Anthony Elanga og Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Sænski sóknarmaðurinn Anthony Elanga segist skilja það sem Cristiano Ronaldo talar um í viðtalinu við Piers Morgan en hann ræddi við Aftonbladet í dag.

Ronaldo talaði um allt milli himins og jarðar í viðtalinu en hann gagnrýndi Erik ten Hag, eigendur Manchester United og umgjörð félagsins meðal annars.

Þá gagnrýndi hann unga leikmenn og sagði þá ekki jafn hungraða í að ná árangri og leikmenn sem spiluðu hér áður fyrr.

Viðtalið við Ronaldo hefur vakið mikla reiði en Elanga, liðsfélagi Ronaldo, segir þó eitthvað til í því sem hann segir.

„Cristiano er að tala almennt um ungt fólk í dag. Við erum ný kynslóð. Ég er alltaf með fula einbeitingu á það sem ég geri en ég skil hvað hann meinar. Það er mikið um snjallsíma og nýrri tækni og því auðvelt fyrir ungt fólk að missa athyglina. Ég er alltaf einbeittur á mína vinnu og hinir ungu leikmennirnir í United eru að hlusta, en ég skil samt hvað hann sagði,“ sagði Elanga við Aftonbladet.

„Cristiano skiptir mig miklu máli. Mín skoðun á honum hefur ekki breyst. Hann hefur hjálpað mér bæði innan og utan vallar og er innblástur, ekki bara fyrir mig, heldur alla ungu leikmennina í félaginu. Stundum erum við bara tveir í ræktinni,“ sagði Elanga enn fremur.

Elanga og Ronaldo verða væntanlega ekki liðsfélagar þegar leikmenn snúa aftur eftir HM en United er að vinna í því að rifta samningnum við portúgölsku stjörnuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner