
„Jæja, þetta var vandræðalegt," stóð í færslu bandaríska bjórframleiðandands Budweiser á Twitter nú í morgun.
Þar vísaði Budweiser í fréttir þess efnis að FIFA hafi ákveðið að hætta við bjórsölu á leikvöngum HM í Katar, aðeins tveimur dögum áður en mótið hefst.
Færslu Budweiser sem má sjá neðar í fréttinni hefur nú verið eytt en FIFA hefur á móti gefið út yfirlýsingu vegna frétta dagsins.
„Í kjölfar viðræðna yfirvalda í landinu sem heldur mótið og FIFA hefur verið tekin ákvörðun um að beina sölu áfengra drykkja á Fan Festival FIFA, aðra staði þar sem stuðningsmenn koma saman og viðurkennda viðburði," segir í færslu FIFA.
„Hætt verður við sölu bjórs á leikvöngum Heimsmeistaramóts FIFA í Katar 2022 og þar í kring," heldur þar áfram.
Budweiser er einn af stóru styrktaraðilum mótsins og í yfirlýsingunni er tekið fram að óáfengur bjór, Bud zero, verði áfram seldur á leikvöngunum.
FIFA þakkar Budweiser skilninginn í yfirlýsingu sinni en tístið sem var eytt gefur kannski til kynna að menn hafi ekki alveg verið á eitt sáttir með niðurstöðun þar á bæ.
Statement on beer sales at #WorldCup stadiums 🏟️ on behalf of FIFA and Host Country 🇶🇦: pic.twitter.com/o4IEhboXks
— FIFA Media (@fifamedia) November 18, 2022