
Enski leikmaðurinn James Maddison verður ekki með Englendingum í fyrsta leik liðsins á HM en þetta kemur fram í frétt Times í dag.
Maddison, sem er 25 ára gamall, æfði ekki með öllum hópnum á æfingu liðsins í dag í Katar.
Hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli og er því ekki klár í slaginn fyrir fyrsta leik gegn Íran á mánudag.
Sjúkraþjálfari enska landsliðsins var með Maddison í sérstöku prógrami á æfingasvæðinu í dag.
Samkvæmt heimildum Times er Gareth Southgate ekki að íhuga það að senda Maddison heim, en vonast er eftir því að hann spili síðustu tvo leikina í riðlinum.
England spilar í B-riðli með Íran, Bandaríkjunum og Wales.
Athugasemdir