Íslenska landsliðið gat ekki klárað æfingu sína fyrr í dag vegna slæmra vallaraðstæðna á Daugava leikvanginum í Lettlandi. Ísland mætir Lettlandi í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins á morgun en óvissa er hvar sá leikur verður spilaður.
Hjörvar Hafliðason vakti athygli á þessu á Twitter fyrr í dag og Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sem er með liðinu í Lettlandi, staðfesti við Fréttablaðið að nú sé verið að skoða möguleikana sem eru í boði.
Hjörvar Hafliðason vakti athygli á þessu á Twitter fyrr í dag og Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sem er með liðinu í Lettlandi, staðfesti við Fréttablaðið að nú sé verið að skoða möguleikana sem eru í boði.
Ómar segir að ekki sé búið að slá þann möguleika af borðinu að spilað verði á umræddum velli. Lettland spilaði á þeim velli gegn Eistlandi í undanúrslitum keppninnar.
Úrslitaleikurinn hefst klukkan 14:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.
Búist er við um 3000 áhorfendum á Daugava vellinum í Riga þegar Lettland mætir Íslandi í úrslitaleik Baltic Cup á laugardag. 🇱🇻⚽️🇮🇸 pic.twitter.com/N2nSqyyStc
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 18, 2022
Íslenska landsliðið neitar að spila úrslitaleikinn við Letta í Daugava. Telja völlinn ekki leikhæfan. Lettneska sambandið er núna að sýna íslenska landsliðinu völl Skonto Riga í von um að það verði spilað a morgun.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) November 18, 2022
Lettar spiluðu við Eista í Daugava á miðvikudag og ekkert vesen.
Athugasemdir