fös 18. nóvember 2022 15:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óvissa með leikstað á morgun - Landsliðið kláraði ekki æfingu
Leikurinn gæti farið fram á heimavelli Skonto Riga.
Leikurinn gæti farið fram á heimavelli Skonto Riga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið gat ekki klárað æfingu sína fyrr í dag vegna slæmra vallaraðstæðna á Daugava leikvanginum í Lettlandi. Ísland mætir Lettlandi í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins á morgun en óvissa er hvar sá leikur verður spilaður.

Hjörvar Hafliðason vakti athygli á þessu á Twitter fyrr í dag og Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sem er með liðinu í Lettlandi, staðfesti við Fréttablaðið að nú sé verið að skoða möguleikana sem eru í boði.

Ómar segir að ekki sé búið að slá þann möguleika af borðinu að spilað verði á umræddum velli. Lettland spilaði á þeim velli gegn Eistlandi í undanúrslitum keppninnar.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 14:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner