Slobodan Milisic, eða Milo eins og hann er oftast kallaður, hyggst halda áfram í þjálfun samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Milo hefur þjálfaði lið KF undanfarin tímabil en félagið ákvað að framlengja ekki samninginn við hann eftir síðasta tímabil. Milo stýrði liðinu tímabilin 2017-2022. Áður hafði hann þjálfað BÍ/Bolungarvík tímabilið 2008 og KA tímabilið 2006 og byrjun 2007.
Milo hefur þjálfaði lið KF undanfarin tímabil en félagið ákvað að framlengja ekki samninginn við hann eftir síðasta tímabil. Milo stýrði liðinu tímabilin 2017-2022. Áður hafði hann þjálfað BÍ/Bolungarvík tímabilið 2008 og KA tímabilið 2006 og byrjun 2007.
Milo er 56 ára gamall en hann kom fyrst til Íslands árið 1994 og spilaði með Leiftri. Hann lék einnig með ÍA og KA á sínum ferli.
Hann kom KF upp úr 3. deild 2019 og var með liðið í 2. deild síðustu þrjú tímabilin.
Milo er búsettur á Akureyri, það eru ekki margar lausar þjálfarastöður fyrir norðan en þó einhverjar.
Athugasemdir