Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 19. maí 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þráinn Orri spáir í 3. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Þráinn Orri Jónsson.
Þráinn Orri Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Pétur á skotskónum?
Verður Pétur á skotskónum?
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aron Jóhannsson var aðeins með einn réttan þegar hann spáði í síðustu umferð Lengjudeildarinnar. Handboltamaðurinn Þráinn Orri Jónsson stefnir á að gera betur.

Þráinn Orri er línumaður Hauka sem mætir ÍBV í fyrsta leik í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar á morgun.

Svona spáir Þráinn leikjunum:

Þór 3 - 0 Leiknir R. (15:00 á morgun)
Þorpararnir eru að spila á iðagrænum velli og munu blasta nýja stuðningsmannalaginu frá KÁ-AKÁ, þannig þetta er auto 3-0 sigur hjá Þórsurum.

Selfoss 0 - 2 Fjölnir (14:00 á sunnudag)
Fannar Karvel er að standa sig vel fyrir austan fjall en ég held að frændur mínir úr Rima verði með þá í köðlunum. Gumbó Selur og Júlli Mar verða þarna á eldi og skora sitthvort markið.

Grótta 3 - 1 Vestri (14:00 á sunnudag)
Mínir menn í Gróttu eiga eftir að vinna þennan leik, það verður sambabolti alla leikinn og Pétur T skorar sitt fyrsta mark í sumar.

Þróttur R. 1 - 1 Ægir (19:15 á sunnudag)
Undirritaður segir að þessi leikur verði steindauður og lítið að frétta. Mörkin koma seint í seinni.

Grindavík 3 - 1 Njarðvík (19:15 á sunnudag)
Baráttan um Bláa Lónið verður alvöru leikur. Grindavík hefur farið með himinskautum undanfarið og munu halda uppteknum hætti í þessum leik. Óskar trítlar um völlinn og skorar tvö.

ÍA 2 - 0 Afturelding (19:15 á mánudag)
Skagamenn hafa ekki staðið sem skildi enda mikil pressa úr stúkunni. Stórlaxinn Ingimar Elí er erlendis og minnkar því pressan á Skagamönnum til muna. Þetta verður þægilegur sigur og það mun því rofa aðeins til. Spurning hvort Skagamenn biðji ekki Ingimar um að halda sig frá vellinum í sumar.

Fyrri spámenn:
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Aron Jóhannsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner