Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 20. júlí 2021 17:45
Fótbolti.net
Bestur í 13. umferð - Ótrúlega sterkt að fá þetta svar frá honum
Sindri Snær Magnússon (ÍA)
Sindri sýndi alvöru svar.
Sindri sýndi alvöru svar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Stemningin inn í klefa var ósvikin. Þetta hlýtur að gefa þeim eitthvað," segir Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu þegar rætt er um ákaflega óvæntan 2-1 sigur botnliðs ÍA gegn toppliði Vals í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Sindri Snær Magnússon, miðjumaður ÍA, var valinn maður leiksins og er hann leikmaður 13. umferðar deildarinnar.

„Virkilega góður á miðjunni og fann sig vel í þeirri baráttu. Á stóran þátt í seinna markinu, öruggur á boltann og sýndi sína bestu frammistöðu í sumar," skrifaði Sæbjörn Steinke í skýrslu sinni um leikinn.

Sjá einnig:
Úrvalslið 13. umferðar Pepsi Max-deildarinnar

„Sindri hefur verið nafn í íslenska boltanum í talsverðan tíma en það er langt síðan við höfum séð svona frammistöðu frá honum eins og hann sýndi í þessum leik," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Ingólfur Sigurðsson tekur undir þetta.

„Maður hélt að hann væri á hraðri niðurleið. Hann var í umræðunni eftir síðustu umferð, ekki á jákvæðan hátt. Það er ótrúlega sterkt og gaman að fá þetta svar frá honum. Þetta er leikmaður sem hefur ótrúlega margt; hann er drífandi og jákvæður einstaklingur sem er flottur í fótbolta," segir Ingólfur.

„Það er vonandi fyrir Skagamenn að hann haldi áfram á þessari braut. Hann þarf svo sannarlega að vera leiðtoginn og leiða þetta lið áfram."

Sindri fór í viðtal við Fótbolta.net eftir sigurinn gegn Val.

„Við vorum staðráðnir í að spyrna aðeins frá botninum, það var ekki annað hægt þar sem við erum langneðstir. Við þurfum að reyna klífa töfluna aðeins og byrja á því að ná liðunum fyrir ofan okkur. Þetta var klárlega besta frammistaðan okkar í sumar, þannig við getum byggt ofan á þetta." sagði Sindri.

Leikmenn umferðarinnar:
12. umferð: Birkir Heimisson (Valur)
11. umferð: Beitir Ólafsson (KR)
10. umferð: Andri Yeoman (Breiðablik)
9. umferð: Hannes Þór Halldórsson (Valur)
8. umferð: Nikolaj Hansen (Víkingur)
6. umferð: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
„Ætli það hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég dýfði svona"
Innkastið - Raggi lokar hringnum og Stjörnuhrap í Breiðholti
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner