,Ég er alltaf fúll að tapa fótboltaleik. Við vorum með leikinn í höndunum. Við förum að gera fullt af breytingum. Leyfum öllum að spila og það er mér að kenna að leyfa öllum að spila. Segir Hermann Hreiðarsson eftir svekkjandi 3-2 tap ÍBV gegn ÍA.
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 2 ÍBV
Þetta var fyrsta tap ÍBV í úrslitakeppninni eftir þrjá góða sigra.
„Við ætluðum að vinna alla leiki. Þú sást hvernig við spiluðum í dag. Við fengum færin til að vinna. Þetta riðlaðist við skiptingarnar og klaufaleg mörk fengin á okkur.”
Tímabil ÍBV hefur verið nokkuð kaflaskipt. Byrjaði illa en verið þrusuflott upp á síðkastið.
„Það urðu mannabreytingar og fórum að einfalda aðeins hlutina. Við fórum að spila hápressuleik með mikla orku og kraft. Það hefur verið góður stöðugleiki í þessu sem og sjálfstraust. Við njótum þess að spila svona fótbolta.
Hemmi var spurður hvert stefna væri sett á næsta tímabili.
„Við höfum sýnt sjálfum okkur það að það er stöðugleiki í þvi sem við gerum og fyrst og fremst þarf að halda því áfram. Við förum fullir af sjálfstrauti í veturinn.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir