Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 KR
„Já að sjálfsögðu eða kannski ekki úr því sem komið var við vorum bara lélegir í leiknum og bara svekkjandi að ná ekki að vinna þennan leik yfir höfuð." Sagði Erlingur Agnarsson svekktur eftir jafnteflið gegn KR í kvöld.
Deildin hefur svolítið spilast þannig að loka leikirnir í deildinni hafa minni þýðingu en kannski lagt var upp með í upphafi og viðurkenndi Erlingur að það væri svolítið súrt yfir þessu og kannski ekki sama ákefð og áður.
„Já þetta er svona pínu súrt og kannski ómeðvitað þá fara menn eitthvað að slaka á og gefa kannski ekki eins mikið í þetta, því miður en maður reynir samt að mótivera sig og vinna alla leiki en það er súrt yfir þessu."
Erlingur Agnarsson gaf ekki kost á sér í landsliðshópinn sem var valinn á dögunum en hann hefur verið að glíma við meiðsli.
„Ég var búin að vera glíma við smá meiðsli í smá tíma núna og finnst bara ekki rétt að vera mæta 70% í landsliðsverkefni og get ekki spilað þennan leik."
Nánar er rætt við Erling Agnarsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |